Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Parents / Forældre

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama, Mystería
  • Leikstjóri: Christian Tafdrup
  • Handritshöfundur: Christian Tafdrup
  • Ár: 2017
  • Lengd: 87 mín
  • Land: Danmörk
  • Frumsýnd: 7. September 2017
  • Tungumál: Danska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Bodil Jørgensen, Søren Malling, Miri Ann Beuschel, Elliott Crosset Hove

Hjónin Kjeld og Vibeke fara skyndilega að efast um leið sína í lífinu þegar Esben sonur þeirra flyst að heiman. Fjarvera sonarins veldur því að þeim finnst ekki þörf fyrir þau lengur. Í tilraun til að endurlífga neistann frá sínum yngri árum flytja þau inn í gömlu stúdentaíbúðina þar sem þau urðu upphaflega ástfangin. Brátt fer furðuleg og óvænt atburðarás af stað, þar sem viðleitni hjónanna til að endurheimta æskuna tekur að breyta þeim í bókstaflegri merkingu. Og þegar þau vakna einn daginn og uppgötva að þau hafa yngst um 30 ár, verða þau að horfast í augu við að fortíðin sem þau eitt sinn þekktu, er kannski ekki til lengur.

Forældre er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Myndin var heimsfrumsýnd á Tribeca- kvikmyndahátíðinni í New York árið 2016 og á fjölda annarra kvikmyndahátíða í kjölfarið.

Hún hefur meðal annars unnið til verðlauna sem besta evrópska myndin á Neuchâtel International Fantastic Film Festival og fyrir besta leik í aðalhlutverki (Søren Malling) á Valletta-kvikmyndahátíðinni. Myndin hlaut einnig þrenn Robert-verðlaun fyrir bestu leikstjórn, besta leik og bestu klippingu, og fjögur Bodil-verðlaun danskra kvikmyndagagnrýnenda, m.a. fyrir besta handritið.

Næsta mynd sem Tafdrup skrifar og leikstýrir er gamandramað En frygtelig kvinde.

English

When their son, Esben, moves out, Kjeld and Vibeke decide to relocate to a smaller home. They discover that the apartment they lived in back when they were students is up for sale and agree to buy it and make a new start. Kjeld furnishes the apartment the way it was furnished back then, and for a while the two relive their sweet days of youth. But events take a turn neither of them had expected when they wake up one morning and find that they are actually thirty years younger.

In Danish, screened with English subtitles.