Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Sami Blood /Sameblod

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Amanda Kernell
  • Handritshöfundur: Amanda Kernell
  • Ár: 2016
  • Lengd: 110 mín
  • Land: Svíþjóð
  • Frumsýnd: 6. September 2017
  • Tungumál: Sænska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Lene Cecilie Sparrok, Mia Sparrok, Maj-Doris Rimpi

Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Eftir að hafa kynnst kynþáttafordómum samfélagsins á fjórða áratug 20. aldar og kynþáttarannsóknum í heimavistarskólanum þar sem hún stundar nám, fer hún að láta sig dreyma um annars konar líf. En til að geta lifað því lífi þarf hún að verða einhver önnur en hún er og slíta öll tengsl við fjölskyldu sína og menningu.

Samablóð er fyrsta mynd Kernell í fullri lengd. Myndin var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2016, þar sem hún vann Europa Cinemas Label fyrir bestu evrópsku mynd og Feodora-verðlaun fyrir bestu frumraun í fullri lengd. Í kjölfarið var hún sýnd á yfir 20 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hlaut fjölda annarra viðurkenninga, svo sem sérstök dómnefndarverðlaun og verðlaun fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Lene Cecilia Sparrok) í Tókýó, og Dragon-verðlaunin 2017 fyrir bestu norrænu kvikmyndina og verðlaun Sven Nykvist fyrir bestu myndatöku (Sophia Olsson) í Gautaborg.

Samhliða því að vinna að Samablóði hefur Amanda Kernell leikstýrt myndinni I Will Always Love You Kingen. Næsta mynd hennar í fullri lengd er samtímadramað Charter.

Kernell hefur verið nefnd á meðal tíu áhugaverðustu kvenkyns leikstjóra í dag af Europe! Voices of Women in Film.

English

Elle Marja, 14, is a reindeer-breeding Sámi girl. Exposed to the racism of the 1930’s and race biology examinations at her boarding school, she starts dreaming of another life. To achieve this other life, she has to become someone else and break all ties with her family and culture.

In Swedish, screened with English subtitles.