English below

Bíó Paradís lifir!

Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að Bíó Paradís hóf starfsemi. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur hafa verið gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg.

Við erum óumræðilega þakklát fyrir allan stuðninginn og kærleikann sem við höfum fundið fyrir síðustu mánuði og getum ekki beðið eftir því að taka aftur á móti ykkur öllum á Hverfisgötunni með spennandi og fjölbreyttri dagskrá og taumlausri gleði!

Þúsund þakkir stuðningsfólk, starfsfólk og allir sem komu að því að tryggja framtíð Bíó Paradísar.

Sjáumst í september!!

//

Bíó Paradís lives!

Bíó Paradís will open again in mid-September, on the cinema’s tenth anniversary. An agreement has been reached with the building’s owners and contracts and funding schedules with the government and the City of Reykjavík have been updated, ensuring the cinema’s continued existence.

We are incredibly grateful for the outpouring of support and well-wishes we have received in the past few months and can’t wait to welcome you all back to our home in Hverfisgata with an exciting and diverse program and heaps of fun!

Our most heartfelt thanks to our patrons, the Bíó Paradís staff and everyone who helped us save Bíó Paradís.

See you all in September!!