Salarleiga

Við bjóðum upp á salarleigur fyrir ýmis skemmtileg tækifæri fyrir þig og þína! Við höfum nýverið endurnýjað veitingasöluna og barinn okkar við bjóðum upp á fullkominn Barco 4K Laser myndvarpa í sal 1 ásamt því að vera með ný sýningartjöld í öllum sölum til þess að tryggja framúrskarandi myndgæði.

Sendið okkur óskir og fyrirspurnir varðandi  ykkar viðburði á netfangið salarleiga@bioparadis.is

BARNAAFMÆLI 

Börnin hittast og halda afmæli og horfa á skemmtilega barnamynd! Ýmislegt í boði og geysivinsæl leið til þess að halda afmælisveislu fyrir barnið þitt!

 

 

GÆSA/STEGGJAPARTÍ  & STARFSMANNAGLEÐI

Ert þú að skipuleggja eitthvað tryllt partí? Eða vantar að setja eitthvað ótrúlega skemmtilegt inn í dagskrá dagsins? Nú eða koma skrifstofunni í góðan gír og hrista saman hópinn á einstökum vinnustaðahittingi!  P.s. við erum með vinsælar lausnir á Bíó Barnum ásamt gleðistund og hvaðeina!

KVIKMYNDASÝNINGAR & RÁÐSTEFNUR/FUNDIR

Vilt þú leigja sal fyrir kvikmyndaverkefnið þitt? Stuttmyndir, heimildamyndir, myndir í fullri lengd – það er ekkert of stórt, eða smátt! Ráðstefnur, námskeið og fræðsluviðburðir, við tökum vel á móti ykkur!

 

Gæsanir og steggjanir, afmæli, kósíkvöld með vinum, vinnustaðahittingar eða bara hvað sem er! Bókið og fáið tilboð á netfanginu salarleiga@bioparadis.is