Fréttir

SKAM fullorðinspartí í Bíó Paradís!

15/06/2017

Bíó Paradís í samstarfi við RUV, fullorðinsaðdáendaklúbb SKAM á Íslandi og Norska Sendiráðið kynnir: LOKAPARTÍ SKAM SERÍU 4!

Ókeypis er á sýninguna en það kostar 1.000 kr í partíið!

Dagskrá

18:00 Mæting og fordrykkur í boði Norska Sendiráðsins á Íslandi
18:15 Sýningin á lokaþættinum í seríu 4 í samstarfi við RUV. Athugið að þátturinn verður sýndur með enskum texta!
18:35- þar til birgðir endast Grandiosa Pizzur á boðstólnum FRÍTT. Tilboð á drykkjum á barnum.
19:00 SKAM PUBB KVISS
15 spurningar
Hlé
15 spurningar
Samtals 30 spurningar. 2-3 saman í liði. Glæsilegir vinningar í boði m.a. SKAM SAFARI í Osló fyrir tvo, NOORU varalitur ofl.
20:30 DANS OG GAMAN – tilboð á barnum og SKAM playlisti í nýju hljóðkerfi Bíó Paradís

Verið er að vinna í því að fá einhverja skemmtilega gesti úr þáttunum á SKYPE eftir sýningu þáttarins – en það er ekki staðfest og gæti bæst við.

Athugið að aldurstakmarkið er 25 ára! Sem þýðir að aðdáendaklúbburinn er fyrir 25 ára og ELDRI en það er einmitt aldursviðmiðið í viðburðinn. Skilríki nauðsynleg.
Miðasala í partíið er hafin hér:

________________________________________________
Bíó Paradís in collaboration with RUV -The Icelandic National Broadcasting Service, Adult SKAM fans in Iceland and the Norwegian Embassy in Iceland presents: SKAM FINALE PARTY – SEASON 4!

Free entrance to the screening of the final episode – but hte party entrance fee is 1.000 ISK

Program

18:00 Pre-drinks -courtesy of Norwegian Embassy in Iceland
18:15 Final episode in season 4 screened- with English subtitles
18: 35 – until the pizzas are finished- Grandiosa Pizzas are offered for FREE. Great offers of drinks at the bar!
19:00 SKAM PUB QUIZ
15 questions
A short brake
15 questions
Total 30 questions. 2-3 together in a team. Great prizes, etc. SKAM SAFARI in Oslo for two, NOORA lipstick and many other great things!
20:30 DANCEPARTY – in our brand new soundsystem! and the bar is wide open, filled with offers!

We are working on booking at least one actor from SKAM to talk to us via SKYPE after the screening of the episode – but it is not confirmed and could be added later.

Note that the age limit is 25 years old! Which means that the fan club is 25 years old and above, but that’s exactly the age limit to attend the event. ID certificate required.
Ticket sales to the party have started here:

VOD mynd vikunnar – Velkomin til Noregs!

13/06/2017

VOD mynd vikunnar er hinn bráðskemmtilega Velkomin til Noregs sem nú er aðgengileg á VOD leigum Símans og Vodafone með íslenskum texta. 

Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. Hann fær hugmynd sem gæti bjargað fjölskyldunni fjárhagslega: hann ákveður að breyta hótelinu í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni hans í garð útlendinga.

Hans bíða flóknar áskoranir þegar fimmtíu manns mæta í subbulega aðstöðu á hótelinu þar sem einn ákafur afrískur maður, yfirmaður Útlendingastofnunar í Noregi, þunglynd eiginkona og unglingsdóttir þeirra, setja strik í reikninginn.

Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Gautaborgarkvikmyndahátíðinni árið 2016 en um er að ræða bráðfyndna og raunsama gamanmynd um málefni sem snerta alla heimsbyggðina um þessar mundir.

Vod mynd vikunnar – Á Nýjum Stað

08/06/2017

„Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ”, var prentað í norður-þýsk blöð árið 1949. Í kjölfarið fluttust 238 þýskar konur hingað til lands. Myndin segir sögu sex hugrakka kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Heimildamynd sem þú vilt ekki missa af, söguleg og áhugaverð viðtalsmynd sem kemur við sögu þjóðarinnar og heimsins alls við – grátbrosleg, dásamleg og skemmtileg en í senn þrungin sögu kvenna sem aðlöguðust íslensku samfélagi.

Á NÝJUM STAÐ (EISHEIMAT) er aðgengileg á VOD leigum Símans og Vodafone frá föstudeginum 9. júní með íslenskum texta!

Með allt á hreinu – Singalong viðhafnarsýning!

30/05/2017

Bíó Paradís ætlar að bjóða upp á sýningu á MEÐ ALLT Á HREINU endurnýjaða, hljóð -og myndbætta útgáfu með sérstökum fjöldasöngstextum sem birtast í sönglögum myndarinnar. Sing-along sýning í Paradís sumarið 2017 á 35 ára afmæli þessarar ástsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári!

Valdir meðlimir Stuðmanna verða viðstaddir og taka lagið með áhorfendum, ekki missa af frábærri skemmtun! 

Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar! Sankölluð söngaveisla í Bíó Paradís! 

Aðeins þessi eina sýning 1. júlí kl 20:00! Miðasala er hafin hér: 

Hryllingskvöld í Bíó Paradís!

03/05/2017

Bíó Paradís kynnir með stolti sannkölluð hryllingskvöld í Bíó Paradís í allt sumar. Hvaða mynd langar ÞIG að sjá?

CHILD´S PLAY – sýnd 13. maí kl 22:30

Fjöldamorðingi sem er á flótta undan lögreglunni ákveður að taka sér bólfestu í hinni vinalegu dúkku Chucky. Lítill strákur eignast dúkkuna, en fjöldamorðinginn treystir á hann að vernda sig. Myndin er svo sannarlega klassík hryllingsmynda frá þessum árum og er sýningin því það sem engin ætti að láta fram hjá sér fara! Facebook viðburður

THE EVIL DEAD – sýnd 27. maí kl 22:00

Fimm vinir fara á vit ævintýranna og halda inn í skóg, þar sem þau vekja upp ýmsar djöflaverur, en myndin hefur verið lofuð fyrir að vera ein besta kult klassík hryllingsmynd allra tíma. Facebook viðburður

CARRIE – sýnd 10. júní kl 22:00

Yfirnáttúrulegir hæfileikar menntaskólastúlkunnar Carrie (Sissy Spacek) hjálpa henni að klekkja á skólasystrum sínum er þær niðurlægja hana á skólaballi. Ein af bestu myndunum sem byggðar eru á sögum Stephen Kings. Hrollvekjandi (maður minnist enn tryllingslegra öskranna í Tónabíói sáluga), blóðug, svört og sykurlaus. Spacek og Piper Laurie, í hlutverki móður hennar, eru báðar framúrskarandi og voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna. Facebook viðburður 

GREMLINS sýnd 24. júní kl 22:00

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti. Facebook viðburður

SCREAM sýnd 8. júlí kl 22:00

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að slátra hverjum manninum á fætur öðrum. Og allir eru grunaðir. .. Facebook viðburður 

JAWS sýnd 22. júlí kl 22:00

Steven Spielberg sló í gegn með JAWS en handritið er byggt á metsölubók eftir Peter Benchley. Sagan gerist í baðstrandarbænum Amity þar sem hættulegur hákarl er á sveimi í sjónum…. Facebook viðburður

I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER sýnd 5. ágúst kl 22:00

“I Know What You Did Last Summer” eftir handritshöfundinn Kevin Williamson (Scream) með unglingastjörnunum Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Ryan Philippe og Freddie Prinze Jr. Við getum ekki beðið! Facebook viðburður 

Föstudagspartísýningar í vor og sumar!

02/05/2017

Við getum ekki beðið að bjóða ykkur upp á stórkostlegar nostalgíumyndir alla föstudaga í vor og sumar! Hvað ætlar ÞÚ að sjá?

GHOSTBUSTERS 5 maí kl 20:00 Facebook viðburður

SPACE BALLS 12. maí kl 20:00 Facebook viðburður

BOOGIE NIGHTS 19. maí kl 20:00 Facebook viðburður

THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW 26. maí kl 20:00 Facebook viðburður

THE GOONIES 2. júní kl 20:00 Facebook viðburður

PULP FICTION 9. júní kl 20:00 Facebook viðburður

CLULESS 16. júní kl 20:00 Facebook viðburður

THE ADDAMS FAMILY 23. júní kl 20:00 Facebook viðburður

FLASHDANCE 30. júní kl 20:00 Facebook viðburður

FARGO 7. júlí kl 20:00 Facebook viðburður

FERRIS BUELLER´S DAY OFF 14. júlí kl 20:00 Facebook viðburður

HÁRIÐ – SINGALONG sýning 21. júlí kl 20:00 Facebook viðburður

STARSHIP TROOPERS 28. júlí kl 20:00 Facebook viðburður 

MEAN GIRLS 4. ágúst kl 20:00 Facebook viðburður 

A NIGHT AT THE ROXBURY 11. ágúst kl 20:00 Facebook viðburður

BLADE RUNNER 18. ágúst kl 20:00 Facebook viðburður 

MAMMA MIA! SINGALONG 25. ágúst kl 20:00 Facebook viðburður

 

 

EUROVISION Í BÍÓ PARADÍS

02/05/2017

Við sýnum bæði undanúrslitakvöldin í Eurovision í Bíó Paradís

Þriðjudagskvöldið 9. maí kl 19:00 sjá Facebook viðburð: 

Fimmtudagskvöldið 11. maí kl 19:00 sjá Facebook viðburð:

Komdu með okkur í partí og horfðu á lokakvöld Eurovision í sal 1 í bestu gæðum laugardagskvöldið 13. maí!

Partýið hefst kl 18:30 með EURO drykkjum á barnum og svo hefst útsendingin stundvíslega kl 19:00.

Frítt inn og allir velkomnir! Hér er viðburður á Facebook 

 

Afkomendum þýskra kvenna boðið á frumsýningu Á NÝJUM STAÐ

24/04/2017

Bíó Paradís frumsýnir heimildamyndina Á NÝJUM STAÐ (Eisheimat) þar sem öllum afkomendum þýskra kvenna sem komu hingað til lands á eftirstríðsárunum er boðið að koma á frumsýninguna föstudaginn 28. apríl kl 18:00. Það er nægilegt að mæta bara og gefa sig fram við miðasölu.

„Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ”, var prentað í norður-þýsk blöð árið 1949. Í kjölfarið fluttust 238 þýskar konur hingað til lands. Myndin segir sögu sex hugrakka kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Heimildamynd sem þú vilt ekki missa af, söguleg og áhugaverð viðtalsmynd sem kemur við sögu þjóðarinnar og heimsins alls við – grátbrosleg, dásamleg og skemmtileg en í senn þrungin sögu kvenna sem aðlöguðust íslensku samfélagi. Frumsýnd 28. apríl 2017 með íslenskum texta. Að frumsýningu lokinni fer myndin í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta.

Viðmælendur: Anna Aníta Valtýsdóttir, Harriet Jóhannesdóttir, Ursula von Balszun, Anna Karólina Gústafsdóttir Aðalgötu, Ursula Guðmundsson, Ilse og Guðmundur Björnsson Stikla úr myndinni með íslenskum texta. Nánar hér:

Pólskir kvikmyndadagar 2017

18/04/2017

Pólskir kvikmyndadagar eru haldnir í Bíó Paradís í sjötta sinn 21. – 22. apríl 2017 í samstarfi við Pólska Sendiráðið á Íslandi.

Frítt inn og allir velkomnir! Myndirnar eru sýndar með enskum texta. 

Föstudagurinn 21. apríl – opnunarboðssýning

Laugardagur 22. apríl

16:00 Afterimage (98 mín)

18:00 – Secret Sharer (98 mín)

20:00 –Innocents (115 mín)

Moonlight og Toni Erdmann – á VODdið um páskana!

11/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Óskarsverðlaunamyndin MOONLIGHT sem öllum að óvörum vinn Óskarsverðlaunin sem besta mynd og TONI ERDMANN sem er ein besta grínmynd ársins!

MOONLIGHT og TONI ERDMANN koma út fyrir páska á VOD leigum Símans og Vodafone!

MOONLIGHT sem er sögð vera besta mynd ársins 2016 var m.a. valin kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, Mahershala Ali vann Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki og myndin hlaut Óskarinn fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni.

Myndin gerist á þremur tímaskeiðum og fjallar um samkynhneigðan Bandaríkjamann af afrískum uppruna, glímu hans við sjálfan sig og heiminn. Þrír leikarar fara með hlutverk söguhetjunnar, Chirons, á ólíkum æviskeiðum.


TONI ERDMANN
er frábær dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni. Toni Erdmann sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem hún var frumsýnd og tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinna.

Myndin var einnig tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.

Þess má geta að Jack Nicholson hefur tekið að sé hlutverk Toni Erdmann í bandarískri endurgerð kvikmyndarinnar.

Óskarinn á VODDINU þínu um páskana! 

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð 2017 gekk frábærlega vel!

11/04/2017

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík var haldin í fjórða sinn dagana 30. mars – 09. apríl 2017 í Bíó Paradís.

Alls sóttu um 2.500 börn hátíðina og kenndi ýmissa grasa þar sem boðið var upp á leiklistarnámskeið fyrir börn, þar sem farið var yfir undirbúning fyrir áheyrnaprufur fyrir kvikmyndir, masterklassi um það hvernig tölvuteiknimyndir verða til auk annarra sérviðburða fyrir börn og unglinga.

Opnunarhátíðin var skemmtileg en töframaðurinn Jón Víðis tók á móti börnunum og Gunnar Helgason setti hátíðina. 

Kvikmyndin Mamman, Stelpan og Djöflarnir var frumsýnd á hátíðinni þar sem frítt var inn og allir velkomnir.

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýndi laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Með myndinni var athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Fyrir sýningu myndarinnar fjallaði Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar var efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala.

Um 1.300 börn og unglingar nýttu sér skólasýningar virka daga hátíðarinnar þar sem frítt var inn og allir velkomnir.

Við getum ekki beðið eftir næstu hátíð, sem haldin verður janúar 2018. 

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

10/04/2017

Úrval sýninga beint af fjölum Breska Þjóðleihússins, eru hágæða upptökur sem gerðar eru sérstaklega fyrir kvikmyndahús eru reglulega í boði í Bíó Paradís. Smelltu á titil til að fá nánari upplýsingar.

HEDDA GABLER – hér á Facebook

15. apríl 2017 kl 20:00

16. apríl 2017 kl 20:00

22. apríl 2017 kl 20:00

23. apríl 2017 kl 20:00

NO MAN´S LAND (Einsksins manns land) hér á Facebook 

Aukasýningar:

29. apríl kl 20:00

30. apríl kl 20:00

PETER PAN (Pétur Pan)

Júní 2017. Nánari sýningartímar auglýstir síðar.

 

VOD mynd vikunnar: Paterson

10/04/2017

Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim Jarmusch, Paterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum.

Myndin fjallar um strætóbílstjóra í borginni Paterson, New Yersey – en hann deilir nafni sínu með borginni. Paterson fer eftir ákveðinni rútínu á hverjum degi en styttir sér stundir með því að semja ljóð í litla bók sem hann hefur ávalt meðferðis. Kona hans, Laura, á við annan raunveruleika að etja, þar sem dramatíkin ræður ríkjum. Þau elska og styðja hvort annað.

Í myndinni sjáum við sigra og ósigra hversdagslífsins á ljóðrænan máta. Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin. Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða. Hún er aðgengileg á VOD rásum Símans og Vodafone.

Opnunartímar yfir páska

10/04/2017

Opið verður alla páskana, utan páskadags 16. apríl. Dagskráin er eftirfarandi

13. APRÍL SKÍRDAGUR : OPIÐ

14. APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI : OPIÐ

Frumsýningar:

Welcome to Norway (Velomin til Noregs)

Safari 

Föstudagspartísýning:

The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert

15. APRÍL LAUGARDAGUR : OPIÐ

Hedda Gabler – Breska Þjóðleikhúsið 

16. APRÍL PÁSKADAGUR : LOKAÐ

17. APRÍL ANNAR Í PÁSKUM : OPIÐ

Páskasýning Svartra Sunnudaga – Faster Pussycat, Kill Kill!

Hedda Gabler – Breska Þjóðleikhúsið 

 

 

VOD mynd vikunnar : Besti dagur í lífi Olli Mäki

06/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Besti dagur í lífi Olli Mäki sem nú er kominn út á VOD leigum Símans og Vodafone!

Sumarið 1962 á Olli Mäki möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er ástfanginn af Raiju.

Hugljúf, átakanleg og stórkostleg, sagan er byggð á bardaga á milli finnska boxarans Ollie Mäki og Ameríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962.

Vinningsmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016.

Fréttir

SKAM fullorðinspartí í Bíó Paradís!

VOD mynd vikunnar – Velkomin til Noregs!

Vod mynd vikunnar – Á Nýjum Stað

Með allt á hreinu – Singalong viðhafnarsýning!

Hryllingskvöld í Bíó Paradís!

Föstudagspartísýningar í vor og sumar!

EUROVISION Í BÍÓ PARADÍS

Afkomendum þýskra kvenna boðið á frumsýningu Á NÝJUM STAÐ

Pólskir kvikmyndadagar 2017

Moonlight og Toni Erdmann – á VODdið um páskana!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð 2017 gekk frábærlega vel!

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

VOD mynd vikunnar: Paterson

Opnunartímar yfir páska

VOD mynd vikunnar : Besti dagur í lífi Olli Mäki