Fréttir

Afkomendum þýskra kvenna boðið á frumsýningu Á NÝJUM STAÐ

24/04/2017

Bíó Paradís frumsýnir heimildamyndina Á NÝJUM STAÐ (Eisheimat) þar sem öllum afkomendum þýskra kvenna sem komu hingað til lands á eftirstríðsárunum er boðið að koma á frumsýninguna föstudaginn 28. apríl kl 18:00. Það er nægilegt að mæta bara og gefa sig fram við miðasölu.

„Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ”, var prentað í norður-þýsk blöð árið 1949. Í kjölfarið fluttust 238 þýskar konur hingað til lands. Myndin segir sögu sex hugrakka kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Heimildamynd sem þú vilt ekki missa af, söguleg og áhugaverð viðtalsmynd sem kemur við sögu þjóðarinnar og heimsins alls við – grátbrosleg, dásamleg og skemmtileg en í senn þrungin sögu kvenna sem aðlöguðust íslensku samfélagi. Frumsýnd 28. apríl 2017 með íslenskum texta. Að frumsýningu lokinni fer myndin í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta.

Viðmælendur: Anna Aníta Valtýsdóttir, Harriet Jóhannesdóttir, Ursula von Balszun, Anna Karólina Gústafsdóttir Aðalgötu, Ursula Guðmundsson, Ilse og Guðmundur Björnsson Stikla úr myndinni með íslenskum texta. Nánar hér:

Pólskir kvikmyndadagar 2017

18/04/2017

Pólskir kvikmyndadagar eru haldnir í Bíó Paradís í sjötta sinn 21. – 22. apríl 2017 í samstarfi við Pólska Sendiráðið á Íslandi.

Frítt inn og allir velkomnir! Myndirnar eru sýndar með enskum texta. 

Föstudagurinn 21. apríl – opnunarboðssýning

Laugardagur 22. apríl

16:00 Afterimage (98 mín)

18:00 – Secret Sharer (98 mín)

20:00 –Innocents (115 mín)

Moonlight og Toni Erdmann – á VODdið um páskana!

11/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Óskarsverðlaunamyndin MOONLIGHT sem öllum að óvörum vinn Óskarsverðlaunin sem besta mynd og TONI ERDMANN sem er ein besta grínmynd ársins!

MOONLIGHT og TONI ERDMANN koma út fyrir páska á VOD leigum Símans og Vodafone!

MOONLIGHT sem er sögð vera besta mynd ársins 2016 var m.a. valin kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, Mahershala Ali vann Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki og myndin hlaut Óskarinn fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni.

Myndin gerist á þremur tímaskeiðum og fjallar um samkynhneigðan Bandaríkjamann af afrískum uppruna, glímu hans við sjálfan sig og heiminn. Þrír leikarar fara með hlutverk söguhetjunnar, Chirons, á ólíkum æviskeiðum.


TONI ERDMANN
er frábær dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni. Toni Erdmann sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem hún var frumsýnd og tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinna.

Myndin var einnig tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.

Þess má geta að Jack Nicholson hefur tekið að sé hlutverk Toni Erdmann í bandarískri endurgerð kvikmyndarinnar.

Óskarinn á VODDINU þínu um páskana! 

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð 2017 gekk frábærlega vel!

11/04/2017

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík var haldin í fjórða sinn dagana 30. mars – 09. apríl 2017 í Bíó Paradís.

Alls sóttu um 2.500 börn hátíðina og kenndi ýmissa grasa þar sem boðið var upp á leiklistarnámskeið fyrir börn, þar sem farið var yfir undirbúning fyrir áheyrnaprufur fyrir kvikmyndir, masterklassi um það hvernig tölvuteiknimyndir verða til auk annarra sérviðburða fyrir börn og unglinga.

Opnunarhátíðin var skemmtileg en töframaðurinn Jón Víðis tók á móti börnunum og Gunnar Helgason setti hátíðina. 

Kvikmyndin Mamman, Stelpan og Djöflarnir var frumsýnd á hátíðinni þar sem frítt var inn og allir velkomnir.

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýndi laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Með myndinni var athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Fyrir sýningu myndarinnar fjallaði Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar var efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala.

Um 1.300 börn og unglingar nýttu sér skólasýningar virka daga hátíðarinnar þar sem frítt var inn og allir velkomnir.

Við getum ekki beðið eftir næstu hátíð, sem haldin verður janúar 2018. 

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

10/04/2017

Úrval sýninga beint af fjölum Breska Þjóðleihússins, eru hágæða upptökur sem gerðar eru sérstaklega fyrir kvikmyndahús eru reglulega í boði í Bíó Paradís. Smelltu á titil til að fá nánari upplýsingar.

HEDDA GABLER – hér á Facebook

15. apríl 2017 kl 20:00

16. apríl 2017 kl 20:00

22. apríl 2017 kl 20:00

23. apríl 2017 kl 20:00

NO MAN´S LAND (Einsksins manns land) hér á Facebook 

Aukasýningar:

29. apríl kl 20:00

30. apríl kl 20:00

PETER PAN (Pétur Pan)

Júní 2017. Nánari sýningartímar auglýstir síðar.

 

VOD mynd vikunnar: Paterson

10/04/2017

Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim Jarmusch, Paterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum.

Myndin fjallar um strætóbílstjóra í borginni Paterson, New Yersey – en hann deilir nafni sínu með borginni. Paterson fer eftir ákveðinni rútínu á hverjum degi en styttir sér stundir með því að semja ljóð í litla bók sem hann hefur ávalt meðferðis. Kona hans, Laura, á við annan raunveruleika að etja, þar sem dramatíkin ræður ríkjum. Þau elska og styðja hvort annað.

Í myndinni sjáum við sigra og ósigra hversdagslífsins á ljóðrænan máta. Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin. Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða. Hún er aðgengileg á VOD rásum Símans og Vodafone.

Opnunartímar yfir páska

10/04/2017

Opið verður alla páskana, utan páskadags 16. apríl. Dagskráin er eftirfarandi

13. APRÍL SKÍRDAGUR : OPIÐ

14. APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI : OPIÐ

Frumsýningar:

Welcome to Norway (Velomin til Noregs)

Safari 

Föstudagspartísýning:

The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert

15. APRÍL LAUGARDAGUR : OPIÐ

Hedda Gabler – Breska Þjóðleikhúsið 

16. APRÍL PÁSKADAGUR : LOKAÐ

17. APRÍL ANNAR Í PÁSKUM : OPIÐ

Páskasýning Svartra Sunnudaga – Faster Pussycat, Kill Kill!

Hedda Gabler – Breska Þjóðleikhúsið 

 

 

VOD mynd vikunnar : Besti dagur í lífi Olli Mäki

06/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Besti dagur í lífi Olli Mäki sem nú er kominn út á VOD leigum Símans og Vodafone!

Sumarið 1962 á Olli Mäki möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er ástfanginn af Raiju.

Hugljúf, átakanleg og stórkostleg, sagan er byggð á bardaga á milli finnska boxarans Ollie Mäki og Ameríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962.

Vinningsmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016.

Ótrúlega skrítinn apríl – Svartir Sunnudagar

03/04/2017
Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna.

Svartir sunnudagar hafa ákveðið að tileinka þremur sunnudögum þessari helgu bók og hefja leikinn næsta sunnudag, 9. apríl kl 20:00, með kvikmyndinni Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told eftir Jack Hill og er hún frá árinu 1967. Þessari mynd er gerð skil í bókinni góðu, þar sem henni er þannig lýst að ef Luis Bunuel hefði einhverntíman gert gamanþætti í sjónvarpi þá yrði það eitthvað í líkingu við Spider Baby. Jack Hill átti síðar eftir að gera garðinn frægan með “Blaxpoitation” myndum eins og Foxy Brown, Coffie og Switchblade Sisters.

Annan í páskum, 17. apríl, munu Sunnudagarnir svörtu svo sýna eina frægustu cult mynd allra tíma, Faster Pussycat, Kill Kill! eftir furðufuglinn Russ Meyer. Þessi mynd hefur verið í uppáhaldi manna eins og John Waters alveg frá því hún var frumsýnd árið 1965 og er hún enn sýnd í cult myndabíóum víða um heim. Myndin fjallar um þrjú lævís glæpakvendi sem vefja feðgum nokkrum um fingur sér í eftirsókn eftir skjótfengnum auði. Dauðasyndirnar sjö koma þarna allar uppá yfirborðið. Það er því vel við hæfi að þetta sé páskamynd Svartra sunnudaga í ár.

23. apríl verður svo sýnd myndin The Mask eftir Julian Hoffman frá 1961. Myndin fjallar um fornleifafræðing sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í uppgreftri. Áður en hann fremur sjálfsmorð sendir hann grímuna til sálfræðingsins síns sem verður fljótlega dreginn inní martraðarheim grímunnar. Samnefnd gamanmynd með Jim Carrey er lauslega byggð á þessari mjög sérkennilegu hrollvekju.

VOD mynd vikunnar: A Perfect Day

31/03/2017

Hjálparstarfsmenn á Balkanskaga stíga krappan dans, í þessari kaldhæðnu og sótsvörtu stríðs- gamanmynd.

Glæný kvikmynd Benicio Del toro og Tim Robbins í aðalhlutverkum, sem sýn var á Directors´Fortnight á kvikmyndahátíðinni Cannes 2015.

VOD mynd vikunnar er A PERFECT DAY sem er bæði á VOD rásum Símans og Vodafone.

Fríviðburðir á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017

30/03/2017

OPNUNARHÁTÍÐ

Verið velkomin á opnun Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 30. mars kl. 17:00. Opnunarmynd hátíðarinnar er ofurhetjumyndin ANTBOY 3 sem er þriðja og síðasta myndin í þessu geysivinsæla þríleik. Myndin hefst kl. 18:00 og hún er talsett á ensku. Aðdáendur ANTBOY ættu ekki að láta þetta tækifæri fara framhjá sér!

Töframaðurinn Jón Víðis mætir á svæðið fyrir sýningu. Ofurhetjuþema verður á opnuninni svo við hvetjum alla til að mæta í ofurhetjubúningum! Frítt inn og allir velkomnir.

LEIKLISTARNÁMSKEIР

Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leiklistarkennari leiðir námskeið í leiklist með sérstaka áherslu á hvenig skuli undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur fyrir hlutverk í kvikmyndum. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 9 – 12 ára. Námskeiðið er haldin í Bíó Paradís laugardaginn 1. apríl á milli 10:00 – 12:00 og eru eru börn og foreldrar hvattir til þess að skrá sig á netfanginu olidori@bioparadis.is

Ókeypis inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig.

HVERNIG VERÐA TÖLVUTEIKNIMYNDIR TIL? 

Lói – þú flýgur aldrei einn er tölvugerð teiknimynd sem er í framleiðslu hjá GunHil. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori.

Fyrirlesturinn verður haldin 1. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís- frítt er inn og allir eru velkomnir!

Smelltu hér til þess að horfa á stiklu

STÚLKAN, MAMMAN OG DJÖFLARNIR – BOÐSSÝNING 

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýna laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Frítt verður á myndina og allir velkomnir. Nánar um myndina
Með Stelpunni, mömmunni og djöflunum er athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Myndin er á sænsku með enskum texta og fyrir aldurshópinn 12 ára og eldri. Myndin er ekki síður afar áhugaverð fyrir fullorðna.

Fyrir sýningu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, fjalla örstutt um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar verður efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala.

Viðburðinum lýkur kl. 18:00. Hér er viðburðurinn á Facebook: 

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017

29/03/2017

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fjórða sinn 30. mars – 9. apríl 2017. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki.

Dagskráin er fjölbreytt, hér er hægt að kynna sér hana á vefsíðu hátíðarinnar: 

 

VOD mynd vikunnar: 20.000 Days on Earth

14/03/2017

Heimildarmyndin um tónlistarmanninn og Íslandsvininn Nick Cave, 20.000 days on earth hefur verið tekin til sýningar í Bíó Paradís. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda en í henni er fylgst með rokkgoðsögninni Nick Cave þar sem spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast í „uppspunnum “ sólarhring í lífi þessa magnaða tónlistarmanns.

Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um tilveru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim og verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum.

Myndin er á VOD, á leigu VODAFONE og í Sjónvarpi Símans með íslenskum texta! 

VOD mynd vikunnar: The Broken Circle Breakdown

28/02/2017

The Broken Circle Breakdown í leikstjórn Felix van Groeningen, er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra.

Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu Evrópsku myndina af Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin var auk þess tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum 2014.

Ótrúleg tónlist og mynd sem maður man eftir og snertir marga strengi hjartans!

Moonlight, Toni Erdmann og Paterson fara í almennar sýningar 6. mars

23/02/2017

Vegna Stockfish – Kvikmyndahátíðar í Reykjavík verður gert hlé á dagskrá Bíó Paradís dagana 23. febrúar – 5. mars 2017.

20151023_Moonlight_D08_C1_K1_0121.tif

MOONLIGHT hlaut 5 stjörnu dóm, fullt hús stiga í Fréttablaðinu:

„Stórkostleg. Vönduð og óaðfinnanlega leikin …. Svona kvikmyndir bræða stálhjörtu“

Moonlight fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta. Hún var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna.

MOONLIGHT vann sem besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, Mahershala Ali vann Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki og myndin hlaut Óskarinn yrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni. 

Að auki var, Barry Jenkins tilnefndur sem besti leikstjórinn, Naomie Harris sem besta leikkona í aukahlutverki, fyrir bestu kvikmyndatökuna, fyrir besta frumsamda lagið, (samtals átta tilnefningar og þrír sigrar).

Myndin fer í almennar sýningar þann 6. mars nk. með íslenskum texta.

_PRESS3-ToniErdmann_Still_02-SandraHuller copy 2

TONI ERDMANN er tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, og hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.

Geggjuð dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur verið lofuð í hástert og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni. Toni Erdmann fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta. 

tiff-patersonPATERSON Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim Jarmusch, Paterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum.

Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin.

Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða. Paterson fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta. 

 

Fréttir

Afkomendum þýskra kvenna boðið á frumsýningu Á NÝJUM STAÐ

Pólskir kvikmyndadagar 2017

Moonlight og Toni Erdmann – á VODdið um páskana!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð 2017 gekk frábærlega vel!

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

VOD mynd vikunnar: Paterson

Opnunartímar yfir páska

VOD mynd vikunnar : Besti dagur í lífi Olli Mäki

Ótrúlega skrítinn apríl – Svartir Sunnudagar

VOD mynd vikunnar: A Perfect Day

Fríviðburðir á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017

VOD mynd vikunnar: 20.000 Days on Earth

VOD mynd vikunnar: The Broken Circle Breakdown

Moonlight, Toni Erdmann og Paterson fara í almennar sýningar 6. mars