Fréttir

Greg Sestero mætir í Bíó Paradís – fjölbreytt viðburðaveisla framundan!

16/10/2017

Greg Sestero (“Mark”), einn af aðalleikurum bandarísku cult-myndarinnar The Room, mætir annað árið í röð í Bíó Paradis 20. og 21. október þar sem hann mun sýna nýjusta mynd sína Best F(r)iends 20. október sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau. Daginn eftir mun hann lesa upp úr bók sinni The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made og vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Greg mun einnig tala um væntanlega kvikmynd sem er í vinnslu eftir bók hans þar sem James Franco, Seth Rogen, Sharon Stone, Bryan Cranston og Zac Efron fara öll með hlutverk. Eftir viðburðinn verður svo The Room sýnd með stuttri kynningu frá Greg. Facebook viðburður hér: 

Föstudagur 20. október:
kl 20:00 Best F(r)iends með kynningu frá Greg, miðaverð 2500 kr

Laugardagur 21. október:

20:00 The Disaster Artist: A Night Inside The Room miðaverð 2990 kr
22:00 The Room miðaverð 1800 kr
Einnig er hægt að kaupa miða á bæði viðburð og The Room saman fyrir 3990 kr.

BEST F(R)IENDS 

15 árum eftir The Room snúa þeir Tommy Wiseau og Greg Sestero aftur á hvíta tjaldið í nýrri mynd að nafninu Best F(r)riends) sem kemur formlega út á næsta ári. Vertu einn af þeim fyrstu til að sjá þessa mynd í Bíó Paradís 20. október klukkan 20:00. Greg Sestero verður viðstaddur sýningu myndarinnar og mun halda smá kynningu á undan henni.

The Disaster Artist: A Night Inside The Room & The Room 

Greg Sestero (“Mark”), einn af aðalleikurum bandarísku cult-myndarinnar The Room, mætir í Bíó Paradis 21. október þar sem hann mun fara yfir reynslu sína af því að vinna með sérvitringnum Tommy Wiseau við gerð hennar.

Viðburðurinn mun innihalda sýningu á nýrri heimildamynd um gerð The Room, upplestur úr bók Greg Sestero The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made og upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Greg mun einnig tala um væntanlega kvikmynd sem er í vinnslu eftir bók hans þar sem James Franco, Seth Rogen, Sharon Stone, Bryan Cranston og Zac Efron fara öll með hlutverk. Eftir viðburðinn verður svo The Room sýnd með stuttri kynningu frá Greg.

Hægt verður að kaupa miða á viðburðinn og sýningu myndarinnar sér. Verð á viðburðinn er 2990 kr og verð á sýningu myndarinnar er 1800 kr. Einnig er hægt að kaupa miða á bæði viðburð og mynd saman fyrir 3990 kr.

 

HARRY POTTER – á jólapartísýningum fyrir alla fjölskylduna!

12/10/2017

Bíó Paradís kynnir: HARRY POTTER á sannkölluðum jólapartísýningum fyrir alla fjölskylduna, en fyrstu þrjár myndirnar verða sýndar með íslenskum texta í jólaundirbúningnum.

HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER’S STONE – JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry Potter er 11 ára munaðarlaus strákur sem að hefur lengi vitað að það er eitthvað óvenjulegt við hann. Hann kemst brátt að því að hann er göldróttur inni í sér og kynnist glænýjum heimi og fær einnig inngöngu í Hogwarts galdraskólann. Hann eignast vinina Ron og Hermione, en vandræðin sem þau koma sér út í virðast tengjast einhverju samsæri tengdu atburðunum sem urðu foreldrum Harry að bana…. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna.

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 18. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

Nánar á vef Bíó Paradís hér:

Facebook viðburður:

HARRY POTTER AND THE CHAMBER OF SECRETS -JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í…

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 25. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

Nánar á vef Bíó Paradís hér:

Facebook viðburður:

HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN -JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum.

Kvikmyndin sem byggð er á samnefndri bók skartar þeim Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint, en myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina og bestu sjónrænu brellurnar.

Vertu með okkur í miðjum jólaundirbúningnum á frábærri jólapartísýningu föstudaginn 15. desember kl 20:00 í Bíó Paradís!

Hér á vef Bíó Paradís: 

Facebook viðburður: 

Jólapartísýningar í Bíó Paradís!

10/10/2017

Ertu farinn að skipuleggja jólin? Bíó Paradís er í trylltu stuði og ætlar að bjóða upp á jólapartísýningar – sem þú vilt ekki missa af!

PLANES, TRAINS & AUTOMOBILES

Eft­ir­vænt­ing­in eft­ir þakkargjörðarhátíðin er skemmti­leg. Drama­tík­in sem fylg­ir henni er það ekki. Þetta er eitt af mörg­um frá­bær­um hlut­um við Pla­nes, Trains & Automobiles frá ár­inu 1987, gamanmynd sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í ár. 

Með aðal­hlut­verk fara Steve Mart­in og hinn sál­ugi John Can­dy. Hún fjall­ar um ferðalag Neal Page, sem Mart­in leik­ur, frá New York-borg til fjöl­skyld­unn­ar sinn­ar í Chicago. Á leiðinni kynn­ist hann sturtu­hringja­sölu­mann­in­um Del Griffith sem ger­ir hon­um lífið leitt hvað eft­ir annað. Ferðalagið er ekki áfallalaust en allt verður á endum þess virði.

Geggjuð FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING föstudaginn 24. nóvember kl 20:00 í BÍÓ PARADÍS! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

THE HOLIDAY 

Kvikmyndin er ein sú allra vinsælasta þeirra sem elska að horfa á jólamyndir fyrir jólin! The Holiday skartar þeim Cameron Diaz. Kate Winslet, Jude Law og Jack Black en myndin fjallar um tvær konur sem ákveða að skrá sig á húsaskiptisíðu yfir jólin og verða þær báðar óvænt ástfangnar á meðan dvöl þeirra stendur.

Við bjóðum upp á geggjaðar jólapartísýningar í desember en þessi mynd slær öll met! Ástin sigrar allt um jólin!

Ekki missa af truflaðri jólapartísýningu föstudagskvöldið 1. desember kl 20:00! Uppselt er á sýninguna 1. desember. 

Aukasýning fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

DIE HARD

Einhver albesta jólamynd allra tíma en um er að ræða fyrstu kvikmyndina um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur.

Die Hard var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.

Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.

Frábær jólapartísýning laugardaginn 2. desember kl 20:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta. FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR: 

HOME ALONE

Myndin fjallar um átta ára gamla Kevin McCallister og ævintýri hans eftir að fjölskylda hans gleymir honum einum heima þegar hún heldur til Frakklands í frí yfir jólin. Þarf Kevin litli meðal annars að glíma við tvo treggáfaða innbrotsþjófa. Ein sú allra besta jólamynd allra tíma, sem er skylda að horfa á fyrir jólin!

Ekki missa af geggjaðri jólapartísýningu 8. desember kl 20:00! Tryllt tilboð á barnum og drykkir leyfðir inni í sal! Myndin er sýnd með íslenskum texta. FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR: 

LOVE ACTUALLY 

Love actually, rómantísk jólamynd sem hefð hefur skapast um að horfa á í desember.

Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem þú vilt ekki missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson.

Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.

EKKI MISSA AF JÓLASÝNINGU LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐ HÉR: 

HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN

Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum.

Kvikmyndin sem byggð er á samnefndri bók skartar þeim Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint, en myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina og bestu sjónrænu brellurnar.

Vertu með okkur í miðjum jólaundirbúningnum á frábærri Jólapartísýningu 15. desember kl 20:00 í Bíó Paradís! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

HOW THE GRINCH STOLE CHRISTMAS

Einstök jólamynd með Jim Carrey í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig Trölli stal jólunum!

Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla.

Ekki missa af þessari frábæru jólapartísýningu laugardagskvöldið 16. desember kl 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

 

 

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

05/10/2017

Bíó Paradís kynnir: áframhaldandi samstarf við Breska Þjóðleikhúsið!

Yerma

Billie Piper (Penny DreadfulGreat Britain) á stórleik í uppsetningu Breska Þjóðleikhússins í uppfærslu á Yerma sem fjallar um unga konu sem gerir allt í örvæntingu til þess að eignast barn. Uppselt hefur verið á nær allar sýningar í London, þetta er sýning sem þú vilt ekki missa af! Allir helstu fjölmiðlar ytra gefa uppfærslunni fimm stjörnur.

Sýningar:

Laugardagur 7. október kl 15:45

Sunnudagur 8. október kl 15:45

Laugardagur 14. október kl 15:45

Sunnudagur 15. október kl 15:45

Follies 

Bíó Paradís í samvinnu við Breska Þjóðleikhúsið mun sýna lifandi upptöku af hinum goðsagnakennda söngleik Follies í byrjun janúar 2018.

New York, 1971. Gleðskapur á sviði Weismann leikhússins. Á morgun mun hin goðsagnakennda bygging vera eyðilögð. Þrjátíu árum eftir síðustu sýninguna hittast Follies stúlkurnar aftur, þar sem þær fá sér nokkra drykki, syngja nokkur lög og ljúga til um örlög sín.

Sýningar:

Laugardag 6. janúar kl 20:00

Sunnudag 7. janúar kl 20:00

Laugardag 13. janúar kl 20:00

Sunnudag 14. janúar kl 20:00

Cat on a Hot Tin Roof 

Meistaraverk Tennessee Williams Köttur á heitu blikkþaki í leikstjórn Benedict Andrews fjallar um þau Brick og Maggie sem eiga fjöldamörg leyndarmál. Lygar, kynferðisleg spenna og hugmyndin um sannleikann – þrungið andrúmsloft á plantekrunum.

Sýningar:

Laugardagur 24. febrúar kl 20:00

Sunnudagur 25. febrúar kl 20:00

TVEIRfyrirEINN- Flyer á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu!

26/09/2017

Við erum sjö ára! Menningarhúsið Bíó Paradís þakkar fyrir samfylgdina síðastliðin ár! Við getum ekki beðið að halda áfram að bjóða upp á kvikmyndamenningu sem bragð er af! Ert þú búin/n að athuga í póstkassann þinn í morgun? Við bjóðum TVEIRfyrirEINN í Bíó og 1.000.- kr afslátt af klippikortum og árskortum! 

Polish films – Pólskar kvikmyndir – Polskie Filmy

25/09/2017

VOLTA – encore screening Wednesday October 4th at 20:00

BUY TICKETS HERE:

Bruno Volta specializes in solving complex puzzles and seeing through people. But his special talents are about to be put to the test. His much younger partner Agnieszka meets a girl called Vicky under unusual circumstances. She finds a mysterious and extremely precious object inside the wall of an old building. It is too good of an opportunity for Volta to miss. Together with his bodyguard Dycha, Volta decides he will do anything to get this extraordinary and precious object. It does not turn out to be easy as innocent looking Vicky is in fact a strong opponent.

BOTOKS – encore screenings Monday October 16th at 20:00, Tuesday October 17th at 20:00, October 28th at 20:00! BUY TICKETS HERE

„Botoks” tells a story of several men and women working in a hospital, where sweat, tears and blood is shed every day. The director, Patryk Vega, shows that the world of medicine in Poland is not any less violent or corrupted than the world of the police and mafia, that was the subject of Vega’s previous movie “Pitbull. Tough Women.”

Daniela (Olga Boladz) and her brother (Tomasz Oswiecinski) ride the ambulance until she starts working for a pharmaceutical company. When a gynecologist specializing in abortions (Katarzyna Warnke) gets pregnant, hospital director (Janusz Chabior) tries to fire her. Doctor Beata (Agnieszka Dygant) loses her fiancé in a motorcycle crash. While stealing strong painkillers from the hospital, she meets Marek (Sebastian Fabijanski), a hospital orderly haunted by his own demons…

Screened in Polish with English subtitles.

 

120 Beats Per Minute er VOD mynd vikunnar!

18/09/2017

VOD – mynd vikunnar er 120 BEATS PER MINUTE, myndin sem snerti hjörtu fólks svo um munaði á árinu. Hún er aðgengileg á Sjónvarpi Símans og Leigunni hjá Vodafone.

Hvað þarf til að berjast gegn heimsfaraldri? Með þekkingu, hugrekki og þrautseigju að vopni berst hópur fólks sem aktívistar til að fræða fólk um AIDS. Franski leikstjórinn Robin Campillo teflir hér fram stórkostlegri kvikmynd byggða á Parísarhópnum sem lagði líf og sál í aktivisma snemma á tíunda áratugnum.

Myndin var í keppni á kvikmyndahátíðinní á Cannes 2017 þar sem hún hluta GRAND PRIX aðalverðlaun dómnefndar sem spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar stýrði.  Kvikmyndin hlaut Queer Palm verðlaunin, FIPRESCI og aðalverðlaun International Cinephile Society Awards. Myndin er tilnefnd til LUX PRIZE verðlaunanna 2017.

Rússneskir kvikmyndadagar 2017 / Russian Film Days 2017

13/09/2017

Dagana 14. til 17. september verða Rússneskir Kvikmyndadagar haldnir í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Menningarmálaráðuneyti Rússlands, GAMMA Capital Management Ltd  og Northern Travelling Film Festival í fimmta sinn. Það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta, frítt inn og allir velkomnir.

Sjá nánar hér:

Facebook viðburður hér:

THE SQUARE – með enskum texta helgina 15. – 17. september!

12/09/2017

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að sýna kvikmyndina THE SQUARE með enskum texta helgina 15. – 17. september! Mynd sem þú vilt ekki missa af!

We are thrilled to announce that THE SQUARE will be screened with ENGLISH SUBTITLES September 15th – 17th! This is your change to shine!

Check out our screening schedule here: 

Syngdu með!- Mamma Mia! og Með allt á hreinu singalong

08/09/2017

Helgina 29. og 30. september býður Bíó Paradís upp á sannkallaða söngveislu:

MAMMA MIA! -singalong föstudagspartísýning 29. september kl 20:00

MEÐ ALLT Á HREINU – singalong partísýning (leynigestur mun stíga á stokk) laugardagskvöldið 30. september kl 20:00

Norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís!

22/08/2017

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs. Þau voru fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum og mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndar myndir og bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu að því tilefni dagana 7. – 13. september.

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, og eru þær allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd. Kynntu þér dagskrána hér: 

HIV-Ísland býður heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni á frumsýningu

22/08/2017

Miðasala er hafin

Bíó Paradís og HIV- samtökin á Íslandi kynna: Frumsýningu á kvikmyndinni 120 Beats Per Minute föstudaginn 25. ágúst kl 17:00 í Bíó Paradís. Að sýningu lokinni munu samtökin bjóða upp á stuttar umræður eftir myndina. Sóttvarnalæknir og Heilbrigðisráðherra eru boðnir á sýninguna og bíðum við eftir svörum um hvort þeir staðfesti komu.

Um myndina:

Hvað þarf til að berjast gegn heimsfaraldri? Með þekkingu, hugrekki og þrautseigju að vopni berst hópur fólks sem aktívistar til að fræða fólk um AIDS. Franski leikstjórinn Robin Campillo teflir hér fram stórkostlegri kvikmynd byggða á Parísarhópnum sem lagði líf og sál í aktivisma snemma á tíunda áratugnum.

Myndin var í keppni á kvikmyndahátíðinní á Cannes 2017 þar sem hún hluta GRAND PRIX aðalverðlaun dómnefndar sem spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar stýrði. Kvikmyndin hlaut Queer Palm verðlaunin, FIPRESCI og aðalverðlaun International Cinephile Society Awards. Myndin er tilnefnd til LUX PRIZE verðlaunanna 2017.

Hér eru nokkrar umsagnir kvikmyndagagnrýnenda um myndina:

„Aktívistadramað sem leikstjórinn Robin Campillo færir okkur fléttar saman hinu persónulega, hinu pólitíska og hinu erótíska með hjartað að vopni“ – Variety

„Mikilvægur erótískur óður til aktívismans” – The Telegraph

 

Viðhafnarsýning á Stellu í Orlofi

10/08/2017

Viðhafnarsýning á gamanmyndinni STELLA Í ORLOFI verður laugardagskvöldið 16. september í Bíó Paradís kl 19:00! Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu.

Ekki missa af frábærri sýningu á hinni ástsælu gamanmynd með þeim Eddu Björgvinsdóttur, Gesti Jónassyni, Þórhalli Sigurðssyni (Laddi) í aðalhlutverkum, í leikstjórn Þórhildar Þórleifsdóttur eftir handriti Guðnýju Halldórsdóttur.

Miðaverð er 2.000 kr! Miðasala er hafin sjá hér:

Facebook viðburður hér:

Húllumhæið hefst kl 19:00 – tilboð á barnum og tónlist á fóninum en myndin hefst á slaginu kl 20:00.

VOD mynd vikunnar: BORGMAN

02/08/2017

Borgman birtist einn daginn, í heldri manna hverfum Hollands, og bankar upp á hjá ríkri fjölskyldu. Smám saman breytir hann lífi fjölskyldunnar í sálfræðilega martröð. Myndin var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var sýnd í kvikmyndahátíðinni í Toronto 2013. Myndin var valin framlag Hollands til Óskarsverðlaunanna sama ár.

Mynd sem fær hárin til að rísa, sem þú vilt ekki missa af!

Ekki missa af BORGMAN á leigunni hjá VODAFONE og VOD rás Símans með íslenskum texta! 

 

 

 

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

31/07/2017

Bíó Paradís býður upp á tvær frábærar leikhúsuppfærslur í ágúst:

Who’s Afraid of Virginia Woolf?

„Imelda Staunton og Conleth Hill fara á kostum þar sem þau takast á í ógleymanlegri uppfærslu á þessu stórkostlega leikriti.“

*****  –The Guardian 

Sýningar: Laugardaginn 5. ágúst kl 20:00 Sunnudaginn 6. ágúst kl 20:00 Laugardaginn 12. ágúst kl 20:00 Sunnudaginn 13. ágúst kl 20:00

Facebook viðburður hér:

Angels in America

Ameríka um miðjan níunda áratuginn. Í miðri hringiðu alnæmis og Reagan tímabilsins, glíma íbúar New York við lífið og dauðann, ástina og kynlíf, himnaríki og helvíti.

Sýningar:

Part One: Millennium Approaches

Föstudagurinn 18. ágúst kl 20:00

Laugardagurinn 19. ágúst kl 20:00

Part Two: Perestroika

Föstudagurinn 25. ágúst kl 20:00

Laugardagurinn 26. ágúst kl 20:00

Facebook viðburður hér: 

 

 

Fréttir

Greg Sestero mætir í Bíó Paradís – fjölbreytt viðburðaveisla framundan!

HARRY POTTER – á jólapartísýningum fyrir alla fjölskylduna!

Jólapartísýningar í Bíó Paradís!

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís

TVEIRfyrirEINN- Flyer á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu!

Polish films – Pólskar kvikmyndir – Polskie Filmy

120 Beats Per Minute er VOD mynd vikunnar!

Rússneskir kvikmyndadagar 2017 / Russian Film Days 2017

THE SQUARE – með enskum texta helgina 15. – 17. september!

Syngdu með!- Mamma Mia! og Með allt á hreinu singalong

Norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís!

HIV-Ísland býður heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni á frumsýningu

Viðhafnarsýning á Stellu í Orlofi

VOD mynd vikunnar: BORGMAN

Breska Þjóðleikhúsið í Bíó Paradís