Fréttir

The Square kom sá og sigraði á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum

12/12/2017

“The Square” sópaði að sér verðlaunum á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru á dögunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang.

Áður hafði myndin hlotið sjálfan Gullpálmann á Cannes 2017- aðalverðlaunin á 70 ára afmælishátíð einnar stærstu kvikmyndahátíðar heims. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís að Claes Bang viðstöddum í september síðastliðnum. “The Square” er aðgengileg áhorfendum á Íslandi í gegnum VOD sjónvarp Símans og Vodafone leiguna.

Claes Bang á góðri stundu í Bíó Paradís eftir frumsýningu The Square á Íslandi ásamt Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og Ásu Baldursdóttur dagskrárstjóra Bíó Paradís.

Opnunartímar í Bíó Paradís yfir hátíðarnar

08/12/2017

Bíó Paradís verður verður opið yfir hátíðarnar eins og venjulega frá 17-01 nema eftirtalda daga:

Þorláksmessa (23.12) – Lokað

Aðfangadagur (24.12) – Lokað

Jóladagur (25.12) – Lokað

Gamlársdagur (31.12) – Lokað

English

Bíó Paradís will be open as usual over the holidays except for:

December 23d – Closed

Christmas Eve December 24th – Closed

Christmas Day December 25th – Closed

New Year’s Eve December 31st – Closed

 

 

Jólapartísýningar helgina 8. – 10. desember

06/12/2017

Það verður trufluð stemmning alla helgina í Bíó Paradís þar sem við munum bjóða upp á jólapartísýningar:

FÖSTUDAGURINN 8. DESEMBER 

HOME ALONE

Myndin fjallar um átta ára gamla Kevin McCallister og ævintýri hans eftir að fjölskylda hans gleymir honum einum heima þegar hún heldur til Frakklands í frí yfir jólin. Þarf Kevin litli meðal annars að glíma við tvo treggáfaða innbrotsþjófa. Ein sú allra besta jólamynd allra tíma, skylduáhorf fyrir jólin!

Sýnd með íslenskum texta! 

GREMLINS

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti.

LAUGARDAGURINN 9. DESEMBER 

HARRY POTTER OG VISKUSTEINNINN – AUKASÝNING! 

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, á aukasýningu vegna fjölda áskorana 9. desember kl 14:30! Myndin er sýnd með íslenskum texta!

Harry Potter er 11 ára munaðarlaus strákur sem að hefur lengi vitað að það er eitthvað óvenjulegt við hann. Hann kemst brátt að því að hann er göldróttur inni í sér og kynnist glænýjum heimi og fær einnig inngöngu í Hogwarts galdraskólann. Hann eignast vinina Ron og Hermione, en vandræðin sem þau koma sér út í virðast tengjast einhverju samsæri tengdu atburðunum sem urðu foreldrum Harry að bana…. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna.

HOME ALONE 2 

Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv, ennþá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið, og ætla núna fremja rán aldarinnar.

Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

LOVE ACTUALLY

Love actually, rómantísk jólamynd sem hefð hefur skapast um að horfa á í desember.

Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem þú vilt ekki missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson.

SUNNUDAGURINN 10. DESEMBER

HARRY POTTER – OG LEYNIKLEFINN – AUKASÝNING! 

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í…

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, 10. desember kl 14:30! Myndin er sýnd með íslenskum texta! Aukasýning vegna fjölda áskorana! 

Jólamerkimiðar – sem einnig eru bíómiðar!

06/12/2017

Frábær jólagjöf – jólamerkimiðar sem einnig eru bíómiðar! Kortasalan fer fram í Bíó Paradís og við munum tilkynna fleiri sölustaði innan skamms. Kortin fara í sölu í miðasölu Bíó Paradís frá og með 2. desember.

Verðskrá

5 miðar – 5.000 kr

10 miðar – 10.000 kr

Prump í Paradís – Batman & Robin

04/12/2017

Nú er komið að þessu! Steindi Jr. er næsti gestur Hugleiks Dagssonar í seríunni PRUMP Í PARADÍS! 

Prump í Paradís er mánaðalegur viðburður í Bíó Paradís. Hugleikur Dagsson sýnir bestu verstu myndir í heimi og talar um þær ásamt góðum gestum.

Prumpið að þessu sinni er stórvirkið BATMAN & ROBIN (1997) með Arnold Schwartzenegger og öðrum aðeins minna merkilegum leikurum í aðalhlutverkum. Eftir myndina munu Hulli og Steindi Jr. ræða myndina.

Facebook viðburður hér:

VOD mynd vikunnar – Personal Shopper

01/12/2017

VOD mynd vikunnar er PERSONAL SHOPPER sem er nú aðgengileg á Leigu Vodafone og Sjónvarpi Símans með íslenskum texta. 

Kristen Stewart í yfirnáttúrulegum þriller. Hún lifir einmanalegu lífi í tískuborginni París og þráir að komast í samband við látinn tvíburabróður sinn. Einn daginn byrja nafnlaus skilaboð að berast henni og þá breytist allt…

Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016 þar sem leikstjórinn Olivier Assayas hlaut leikstjóraverðlaunin. 

Pólskar kvikmyndir / Polish films

30/11/2017

BOTOKS- EXTRA SCREENINGS 

Losy czterech kobiet pracujących w służbie medycznej, splatają się w szpitalu, gdzie dochodzi do wielu nielegalnych przedsięwzięć.

 

LISTY DO M3

“Listy do M. 3” opowie historię kilku osób, którym w jeden magiczny dzień przydarzają się wyjątkowe chwile. Bohaterowie przekonają się o potędze miłości, rodziny, wybaczenia i wiary w to, że ten niezwykły świąteczny czas pełen jest niespodzianek.

 

NAJLEPSZY

Najlepszy” to historia inspirowana życiem Jerzego Górskiego, który ukończył bieg śmierci oraz ustanowił rekord świata w triathlonowych mistrzostwach świata, zdobywając tytuł mistrza na dystansie Podwójny Ironman z czasem 24h:47min:46sek. Ten rekord nie byłby jednak możliwy, gdyby w jego życiu nie pojawiły się dwie kobiety.

Wyświetlane od 26 grudnia.

KOBIETY MAFII

Bela, była funkcjonariuszka policji, dostaje od ABW zadanie rozpracowania szajki przestępczej handlującej narkotykami. Aby jej misja się powiodła, musi rozpocząć współpracę z mafią.

We will screen Polish films on regular basis – we are so happy to bring the most popular films from Poland here in Reykjavík, Iceland!

Jólabókaupplestur í Bíó Paradís

22/11/2017

Eins og fyrri ár mun Bíó Paradís bjóða upp á jólabókaupplestur í aðdraganda jólana, en að þessu sinni verður upplesturinn fimmtudaginn 14. desember kl 20:00. Frítt er inn og allir velkomnir. 

Viðburðurinn á Facebook: 

Eftirfarandi höfundar munu lesa upp úr verkum sínum:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórida
Adolf Smári Unnarsson – Um lífsspeki ABBA og Tolteka
Hallgrímur Helgason – Fiskur af himni
Fríða Ísberg – Slitförin
Yrsa Þöll – Móðurlífið, blönduð tækni
Valur Gunnarsson – Örninn og Fálkinn
Oddný Eir Ævarsdóttir – Undirferli

Það verður hugguleg jólastemning í bíóinu; piparkökur og konfekt, kaffi og jólabjór.

 

THE SQUARE – VOD mynd vikunnar!

03/11/2017

VINNINGSHAFI GULLPÁLMANS Í CANNES ER NÚ KOMIN Á VOD! Bæði á Leigu Vodafone og Sjónvarpi Símans!

Christian (Claes Bang), er fráskilinn faðir sem keyrir um á rafmagnsbíl og virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. The Square er innsetning sem er næst á sýningardagskrá safnsins en verkið er margslungið og á að fá gangandi vegfarendur til að hugsa um tilgang sinn og góðmennsku sem mannlegar verur.

En stundum er of erfitt að lifa eftir eigin hugsjónum og einn daginn þegar síma Christians er stolið fer atburðarrás af stað sem engan óraði fyrir….

Bráðfyndin dramatísk gamanmynd eftir leikstjóra Turist, Ruben Östlund en The Square vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes Palme d’Or 2017.

Little Wing vinnur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

01/11/2017

Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 Tyttö nimeltä Varpu (Little Wing) eftir Selmu Vilhunen, leikstjóra og handritshöfund, og framleiðendurna Kaarle Aho og Kai Nordberg hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 201

Finnska kvikmyndin LITTLE WING hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017 nú rétt í þessu, miðvikudagskvöldið 1. nóvember en kvikmyndin er fyrsta mynd leikstýrunnar Selmu Vilhunen í fullri lengd. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinniToronto Film Festival in 2016 og hefur síðan verið sýnd á yfir 20 kvikmyndahátíðum víða um heim.

Kvikmyndaverðlaunin eru veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta.

Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 Tyttö nimeltä Varpu (Little Wing) eftir Selmu Vilhunen, leikstjóra og handritshöfund, og framleiðendurna Kaarle Aho og Kai Nordberg hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017.

Kaarle Aho tók við verðlaununum við verðlaunaathöfn Norðurlandaráðs í Finlandia-húsinu í Helsinki. Rökstuðningur dómnefndar: „Í Little Wing fangar Selma Vilhunen stórbrotnar og sammannlegar tilfinningar með látlausum stílbrögðum og sýnir að sem leikstjóri og handritshöfundur býr hún yfir óvenju mikilli næmni. Vilhunen leikur sér á hugvitsamlegan hátt að dæmigerðri framsetningu á stúlkum og ungum konum í kvikmyndum og í hvert sinn sem áhorfandinn skynjar yfirvofandi ógn við söguhetjuna Varpu lætur Vilhunen hana sveigja fimlega hjá klisjunum, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Varpu er indæl og dugmikil stelpa sem flakkar um í heimi þar sem persónurnar fá að vera raunverulegar manneskjur með góðar og slæmar hliðar, og þar sem umhverfið í kringum þær gegnir hlutverki leiktjalda en fær aldrei að verða ráðandi þema. Í Little Wing hefur dómnefndin séð svipmyndir hreinnar orku og kvikmyndalegs mikilfengleika, og okkur langar að sjá meira.“

Bíó Paradís bauð upp á sannkallaða Norræna kvikmyndaveislu þar sem allar tilnefndar kvikmyndir voru sýndar í September sjá hér: 

 

Jólagjöfin í ár- Dagatal Svartra Sunnudaga 2018

27/10/2017
Költmyndahópurinn Svartir Sunnudagar kynna: Almanakið 2018, skreytt listsaverka – plakötum ýmissa listamanna á kvikmyndum sem hafa verið sýndar í kvikmyndahúsinu Bíó Paradís á Svörtum Sunnudögum.
Hópinn skipa: Sigurjón Kjartansson, Sjón og Hugleikur Dagsson. 
Tryggðu þér almanakið hér á hópfjáröflunarsíðu Svartra Sunnudaga.
Valmöguleikarnir eru þrír:
ALMANAKIÐ 2018 – 3.000.- kr
KLIPPIKORT Í BÍÓ PARADÍS (6 BÍÓMIÐAR) – 6.960.- kr (og þú færð almanakið frítt með)
ÁRSKORT Í BÍÓ PARADÍS – 18.000.- kr (og þú færð almanakið frítt með)
Hér er einnig hlekkur á almanakið 2018- sem er algerlega jólagjöfin 2018! 

VOD mynd vikunnar – Staying Vertical

26/10/2017

Kvikmyndagerðarmaður endar einn með barn sem hann eignast með smalastúlku samfara því reynir hann að öðlast innblástur fyrir næsta kvikmyndaverkefni.

„Ein svakalegasta kvikmyndin á Cannes 2016 var Staying Vertical, … stórkostlega skrýtin gamanmynd um … ýmislegt sem gerði það að verkum að myndin var ein umtalaðasta mynd hátíðarinnar “ Vanity Fair

Rúmenskir kvikmyndadagar / Romanian Film Days

18/10/2017

Bíó Paradís og Rúmenska menningarstofnunin í London kynna: Rúmenska kvikmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn dagana 9. nóvember – 12. nóvember 2017. Að þessu sinni verða á boðstólnum átta kvikmyndir, þverskurður af rúmenskri kvikmyndamenningu – hinni nýju rúmensku kvikmynd. 

Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst á glænýrri kvikmynd, Ana, Mon Amour, sem hlaut silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlinale 2017 sem er jafnframt opnunarmynd kvikmyndadaganna. Auk hennar verða á dagskrá sjö kvikmyndir sem spanna tæplega 20 ára tímabil frá árinu 2010- 2017. Sjá nánar hér og á Facebook hér. 

Welcome to The Romanian Film Days in Reykjavík 2017!

The second edition of Romanian Film Days, entitled Revolution in Realism, the New Romanian Cinema, takes place at Bíó Paradís from November 9th to November 12th 2017. The Romanian Film Days are organized by Bíó Paradís in cooperation with Romanian Cultural Institute in London.

For this second edition, we will present eight films, all of which represent the best that Romanian cinema has to offer, spanning from 2010 – 2017. The opening film is Ana, mon amour that won the Silver Bear during Berlinale Film Festival 2017.

VOD mynd vikunnar – THE ASSASSIN

18/10/2017

Hou Hsiao-Hsien teflir hér fram hinni fögru og leyndardómsfullu Yinniang sem er launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á níundu öld.

Hann hlaut jafnframt leikstjórnarverðlaunin þegar myndin var frumsýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015.  Hún var tilnefnd sem besta erlenda myndin á BAFTA verðlauninunum. Sjónarspil sem þú vilt ekki missa af!

Japönsk súperstjarna í Bíó Paradís- Yoshiki og We are X!

18/10/2017

Japanska súperstjarnan Yosh­iki mun stoppa á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar We are X í Bíói Paradís 21. október. Yoshiki er á miklu ferðalagi um Evrópu til að kynna myndina sem hefur fengið gríðarlega góða dóma. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í fyrra og hlaut verðlaun fyrir klippingu auk þess sem hún fékk lofsamlega dóma.

Á vef Bíó Paradís hér: 

Facebook viðburður:

Fréttir

The Square kom sá og sigraði á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum

Opnunartímar í Bíó Paradís yfir hátíðarnar

Jólapartísýningar helgina 8. – 10. desember

Jólamerkimiðar – sem einnig eru bíómiðar!

Prump í Paradís – Batman & Robin

VOD mynd vikunnar – Personal Shopper

Pólskar kvikmyndir / Polish films

Jólabókaupplestur í Bíó Paradís

THE SQUARE – VOD mynd vikunnar!

Little Wing vinnur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Jólagjöfin í ár- Dagatal Svartra Sunnudaga 2018

VOD mynd vikunnar – Staying Vertical

Rúmenskir kvikmyndadagar / Romanian Film Days

VOD mynd vikunnar – THE ASSASSIN

Japönsk súperstjarna í Bíó Paradís- Yoshiki og We are X!