Fréttir

Kvikmyndafrumsýningar á Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík

20/02/2017

Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins og þá verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.

Bíó Paradís frumsýnir kvikmyndir á hátíðinni þar sem þær eru sýndar með enskum texta, en fara síðar í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta.

THE OTHER SIDE OF HOPE

The-Other-Side-Of-Hope-1140x520

Nýjasta kvikmynd hins nafntogaðast kvikmyndagerðarmanns Finnlands, Aki Kaurismäki fjallar um fyrrum farandsölumaður, núverandi veitingahúsaeiganda og pókerspilara, sem vingast við hóp af flóttamönnum sem eru nýkomnir til Finnlands. The Other Side of Hope hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 17. mars.

STAYING VERTICAL

une-rester-vertical-2

„Ein svakalegasta kvikmyndin á Cannes 2016 var Staying Vertical, … stórkostlega skrýtin gamanmynd um … ýmislegt sem gerði það að verkum að myndin var ein umtalaðasta mynd hátíðarinnar “ Vanity Fair Kvikmynd eftir Alain Guiraudie, sem var tilnefnd til aðalverðlauna kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2016, en hann er þekktastur fyrir kvikmyndirnar King of Escape og Stranger By the Lake, en allar kvikmyndirnar verða sýndar á Stockfish- Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2017. Alain Guiraudie er heiðursgestur hátíðarinnar og verður viðstaddur sýningar á Staying Vertical. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.

SAFARI

maxresdefault

Heimildakvikmynd um drápsferðamenn og mannlegt eðli úr smiðju hins þekkta Austuríska leikstjóra Ulrich Seidl. Hann er talinn vera einn sá helsti áhrifamaður heimildamyndagerðar og kvikmynda sem sækja áhrif til raunverulegrar nálgunnar listfengnar túlkunnar á fólki, aðstæðum, andrúmslofti og þeirrar listar að segja sögu í kvikmynd. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.

GLORY

a812ac3c83ab63e6a6106b0bb4eed1d3_XL

Um er að ræða aðra kvikmyndina í trílógíu leikstjóranna sem fjallar á félagslega raunsæjan hátt um spillingu, stéttarskiptingu í nútíma samfélagi Búlgaríu.

„Frank Capra hittir Dardenne bræðurnar fyrir í Búlgarska dramanu Glory“ – Indiewire

„Grípandi og myrk gamanmynd sem að lokum verður að nokkurs konar harmleik“ – The Hollywood Reporter 

Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.
_PRESS3-ToniErdmann_Still_02-SandraHuller copy 2auk þess að sýna hina geysivinsælu TONI ERDMANN sem er tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016. Toni Erdmann fer í almennar sýningar að Stockfish hátíð lokinni.

Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í þriðja sinn dagana 23. febrúar – 5. mars 2017 í Bíó Paradís, en hátíðin sér dýpri rætur –Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er endurvakin undir nýju nafni. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978.

Louder than Bombs – Bíó Paradís á VOD

17/02/2017

Mynd vikunnar er LOUDER THAN BOMBS í leikstjórn Joachim Trier með þeim Jesse Eisenberg, Gabriel Byrne, Isabelle Huppert, David Strathairn og Amy Ryan í aðalhlutverkum.

Myndin var frumsýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015 en myndin vann Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem besta kvikmyndin á dögunum. Myndin er á VOD leigu Símans og Vodafone, en allar myndir Bíó Paradís eru með íslenskum texta.

Brot úr niðurstöðu dómnefndar:
“Joachim Trier and his team embark on an artistic enterprise that takes storytelling to a new level. Its complexity of structure, its emotional probing and its ability to tear clichés apart should make it part of the curriculum in film schools around the world.”

VOD myndir vikunnar : Antboy og Antboy og Rauða refsinornin

02/02/2017

Bíó Paradís talsetti tvær stórkostlegar ofurhetjumyndir á íslensku, Antboy og Antboy og Rauða Refsinornin sem nú eru aðgengilegar á VOD rásum Símans og Vodafone. Við mælum með þessum!

Hér eru stiklur úr myndunum, Antboy og Antboy og Rauða Refsinornin talsettar á íslensku!

 

Bíó Paradís á VOD – TURIST / FORCE MAJEURE

28/01/2017

Sænski leikstjórinn Ruben Östlund sló í gegn með þessari bráðfyndu mynd um fjölskylduföður sem upplifir andlegt hrun í skíðaferðalagi með fjölskyldunni. Myndin er á VOD rásum Símans og Vodafone þar sem Bíó Paradís á sér eftirlíf eftir bíósýningaar!

Ekki missa af TURIST, sem hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun og er talin vera ein besta kvikmyndin árið 2014.

Þýskir kvikmyndadagar 2017 / German Film Days 2017

20/01/2017

Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn dagana 10. – 19. febrúar 2017 í samstarfi við Þýska sendiráðið. Að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með hinni margumtöluðu Toni Erdmann í leikstjórn Maren Ade.

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sýningartímar verða kynntir fljótlega. Facebook viðburð má sjá hér:

English

Welcome to The German Film Days in Reykjavík 2017 The seventh edition of German Film Days takes place at Bíó Paradís from February 10th to February 19th 2017. The German Film Days are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland. For this edition, we will present six films, all of which represent the best that current German cinema has to offer.

The German Film Days will open with Toni Erdmann directed by Maren Ade – the film everyone is talking about!

All films will be screened in German with English subtitles. You’ll find the screening times on the cinema’s webpage. Facebook event 

Bíó Paradís á VOD – LOVE og LOVE 3D

18/01/2017

Djarfasta mynd Bíó Paradís frá upphafi, Love er á VOD rásum Símans og Vodafone, en einnig er hægt að leigja sérstaka þrívíddar útgáfu af myndinni. Kvikmyndin Love eftir handriti og í leikstjórn Gaspar Noé (I Stand Alone, Irréversible and Enter the Void), hefur hlotið umtalsverða athygli þar sem hún sýnir kynlíf á mjög afhjúpandi hátt.

Myndin fjallar um strák og stelpu, og aðra stelpu. Hér er um ástarsögu að ræða þar sem kynlífið ræður ríkjum, en heitar senur og losti einkenna myndina. Ekki missa af þessari, kynlíf, losti og hádrama! Hér er hægt að horfa á stiklu úr myndinni:

Myndin er stranglega bönnuð innan 18 ára en hún var tilnefnd til Queer Palm verðlaunanna á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015.

Moonlight – mynd ársins frumsýnd í Bíó Paradís

16/01/2017

Moonlight í leikstjórn Barry Jenkins er frumsýnd í Bíó Paradís föstudaginn 20. janúar með íslenskum texta. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir myndinni en hún hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta drama myndin á dögunum og er henni spáðu góðu gengi á Óskarsverðlaununum sem afhent verða í febrúar 2017.

“devastating drama is vital portrait of black gay masculinity in America.” – ***** The Guardian 

“Barry Jenkins’s gorgeous movie, which charts the coming-of-age tale of a black man in Miami, is one of the best of the year.” – The Atlantic

“Indie filmmaker Barry Jenkins’ movie about a troubled Miami youth becoming a man under tough circumstances is a flat-out masterpiece.” – The Rolling Stone 

98%Rotten Tomatoes

8.6 IMDB

Bíó Paradís á VOD

11/01/2017

Bíó Paradís er með stórkostlegt úrval kvikmynda á VOD rásum Vodafone og hjá Símanum.

Ekki missa af okkur á VOD rásunum, leigðu þér Bíó Paradísar titil og tryggðu þér gæði! Allar myndirnar eru með íslenskum texta.

VOD titill vikunnar er: PARADÍS: ÁST

paradies_liebe_011

Paradís: Ást (Paradies: Liebe) er fyrsta myndin í Paradísar tríólógíu austurríska leikstjórans Ulrich Seidl. Myndin segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenýa sem kynlífsferðamaður. Í Kenýa eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni eru ýmis áleitin atriði ávörpuð sem og menningarheimarnir tveir mátaðir saman.

Myndin er ein aðsóknarmesta kvikmynd í Bíó Paradís frá upphafi!

Sjá stiklu hér 

 

Our VOD pick of the week is PARADISE: LOVE 

Watch the trailer here 

Stockfish – kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin dagana 23. febrúar – 5. mars

04/01/2017

Stockfish kvikmyndahátíðin í Reykjavík er kvikmyndahátíð kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Hátíðin opnar fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað og er tækifæri fyrir reykvíska áhorfendur að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð í heiminum í dag. Stockfish Film Festival verður haldin í þriðja sinn dagana 23. febrúar – 5. mars 2017 í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi.

Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjöldanum öllum af viðburðum og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð. Hátíðin er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi. Markmiðið með Stockfish Film Festival er að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands.

Við getum ekki beðið! Hér er Facebook síða hátíðarinnar

Svartir Sunnudagar yfir hátíðarnar

22/12/2016

Jólasýning – 26. desember, annar í jólum

the-godfather-054

THE GODFATHER 

Facebook viðburður hér:

Nýárssýning – 1. janúar, nýársdagur

gty_god_father_ml_141217_16x9_992

THE GODFATHER II 

Facebook viðburður hér:

Þrettándasýning – 8. janúar

static1-squarespace

STARSHIP TROOPERS 

Facebook viðburður hér:

 

Opnunartímar yfir jól og áramót // Christmas opening hours

19/12/2016

English below

Um leið og við óskum gestum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, viljum við vekja athygli á opnunartímum okkar yfir jól og áramót.

Við erum með opið öll kvöld yfir hátíðarnar utan þessara dagsetninga

ÞORLÁKSMESSA 23. DESEMBER – LOKAÐ

AÐFANGADAGUR 24. DESEMBER – LOKAÐ

JÓLADAGUR 25. DESEMBER – LOKAÐ

GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER – LOKAÐ

We are open everynight during the Holiday Season except the following dates:

DECEMBER 23RD – CLOSED

DECEMBER 24TH – CLOSED

CHRISTMAS DAY 25TH CLOSED

NEW YEARS 31ST – CLOSED

 

Jólakortamerkmiðar – sem einnig eru bíómiðar!

05/12/2016

Frábær jólagjöf – jólamerkimiðar sem einnig eru bíómiðar! Kortasalan fer fram í Bíó Paradís, Macland.is, Bókabúð Máls og menningar, LUCKY RECORDS, Reykjavík Record Shop og Herrafataverzlun Kormáks Og Skjaldar. Kortin fara í sölu í Bíó Paradís frá og með 2. desember.
Verðskrá

5 miðar – 5.000 kr

10 miðar – 9.000 kr

Jólabókaupplestur í Bíó Paradís

28/11/2016

Bíó Paradís stendur fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Þá munu rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. Það verður hugguleg jólastemning í bíóinu; piparkökur og konfekt, kaffi og jólabjór. Kíktu við og upplifðu skemmtilega upplestrastund í Bíó Paradís, huggulega kaffihúsinu / barnum við Hverfisgötu!

7. desember kl 20:00

Arngunnur Árnadóttir – Að heiman

Guðmundur Óskarsson – Villisumar

Steinunn Sigurðardóttir – Heiða / Af ljóði ertu komin

Auður Ava Ólafsdóttir – Ör

Friðgeir Einarsson – Takk fyrir að láta mig vita

Sigrún Pálsdóttir – Kompa

Andri Snær Magnason – Sofðu ást mín

 

14. desember kl 20:00 – Kynnir: Kött Grá Pjé

Lilja Sigurðardóttir – Netið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir – Eyland

Hallgrímur Helgason – Lukka

Sverrir Norland – Fyrir allra augum

Ragnar Jónason – Drungi

Kött Grá Pjé – Perurnar í íbúðinni minni

Mögulega munu einhverjir höfundar bætast við. Facebook viðburður hér: 

Leikhússýningar í hæsta gæðaflokki í Bíó Paradís!

17/11/2016

Við bjóðum upp á stórkostlegar leikhússýningar í Bíó Paradís – komdu og vertu með okkur á fremsta bekk!

THE ENTERTAINER 

THE ENTERTAINER, , The Garrick Theatre, London, 2016, credit: Johan Persson

The Entertainer, sagan gerist á árunum eftir stríð í Bretlandi en um er að ræða nútíma klassík í lifandi uppfærslu Branagh leikshússins (Branagh Theatre Live).

Leikhús með Kenneth Branagh í aðalhlutverki í leikstjórn Rob Ashford, skelltu þér á fremsta bekk í Bíó Paradís! Miðasala hafin hér: 

Sýningar
Laugardaginn 19. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 20. nóvember kl 20:00
Laugardaginn 26. nóvember kl 20:00
Sunnudaginn 27. nóvember kl 20:00

THE THREEPENNY OPERA 

nt_threepennyopera_photorichardhubertsmith-4444

Söngleikur í glænýrri uppfærslu Breska Þjóðleikhússins, húmor, kaldhæðni og frábær skemmtun þar sem við færum gestum leikhúsið á fremsta bekk í bíó! Túskildingsóperan synti á móti straumi og stefnum, ristilspeglaði borgaraleg gildi og var annaðhvort lofsungin eða úthrópuð sem argasta klám. Miðasala hafin hér: 

Tryggðu þér miða í tæka tíð!

07. jan kl 20:00

08. jan kl 20:00

14. jan kl 20:00

15. jan kl 20:00

NO MAN´S LAND 

1_converted

Breska Þjóðleikhúsið færir okkur No Man´s Land með þeim Ian McKellen og Patrick Stewart í aðalhlutverkum en um er að ræða upptöku af lifandi uppfærslu sem færir þér verkið upplifun, líkt og þú sitir á fremsta bekk í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum. Miðasala er hafin hér: 

Sýningar:

28. janúar kl 20:00

29. janúar kl 20:00

4. febrúar kl 20:00

5. febrúar kl 20:00

AMADEUS 

amadeus-production_banner

Tónlist. Völd. Öfund. Sýningin fjallar um samband Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri, hirðtónskálds austuríska keisarans á síðari hluta átjándu aldar. Með Lucian Msamati (Luther, Game of Thrones, NT Live: The Comedy of Errors) í aðalhlutverki, býður Breska Þjóðleikhúsið upp á ógleymanlega kvöldstund í leikhúsinu. Miðasala er hafin hér:

Sýningar

11. mars kl 20:00

12. mars kl 20:00

HEDDA GABLER 

hedda-gabler-production_banner

„Ég hef enga hæfileika í lífinu“

Nýgift. Leiðist nú þegar. Hedda þráir að vera frjáls …Leikstjórinn Ivo van Hove (A View from the Bridge -Young Vic Theatre) snýr aftur til Breska Þjóðleikhússins með nútímalega uppfærslu af meistaraverki Ibsen með Ruth Wilson (Luther, The Affair, Jane Eyre) í aðalhlutverki í nýrri útgáfu eftir Patrick Marber (Notes on a Scandal, Closer). Miðasala er hafin hér: 

Sýningartímar

15. apríl 2017 kl 20:00

16. apríl 2017 kl 20:00

22. apríl 2017 kl 20:00

23. apríl 2017 kl 20:00

Svartir Sunnudagar – fram að áramótum!

11/11/2016

Svartir Sunnudagar hafa birt dagskrá sína fram að áramótum – en þeir bjóða upp á kultmyndaveislu sunnudagskvöld kl 20:00 í Bíó Paradís! EKKI MISSA AF KÖLTINU Í BÍÓ PARADÍS í boði SVARTRA SUNNUDAGA! Nýárssýning Svartra Sunnudaga verður tilkynnt síðar.

SUNNUDAGURINN 13. NÓVEMBER

GOODFELLASFacebook viðburður hér

Ray Liotta, Robert De Niro, Paul Sorvino, and Joe Pesci publicity portrait for the film 'Goodfellas', 1990. (Photo by Warner Brothers/Getty Images)

SUNNUDAGURINN 20. NÓVEMBER

BARRY LYNDON Facebook viðburður hér

019-barry-lyndon-theredlist

SUNNUDAGURINN 27. NÓVEMBER

THE EXCORCIST – Facebook viðburður hér

exorcist-horror-movies-18854465-1680-1050

SUNNUDAGURINN 4. DESEMBER

MULTIPLE MANIACS Facebook viðburður hér

multiple-maniacs-divine-image-4

JÓLASÝNING SVARTRA SUNNUDAGA – Á ANNAN Í JÓLUM 26. DESEMBER

THE GODFATHER Facebook viðburður hér: 

the-godfather-054

Fréttir

Kvikmyndafrumsýningar á Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík

Louder than Bombs – Bíó Paradís á VOD

VOD myndir vikunnar : Antboy og Antboy og Rauða refsinornin

Bíó Paradís á VOD – TURIST / FORCE MAJEURE

Þýskir kvikmyndadagar 2017 / German Film Days 2017

Bíó Paradís á VOD – LOVE og LOVE 3D

Moonlight – mynd ársins frumsýnd í Bíó Paradís

Bíó Paradís á VOD

Stockfish – kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin dagana 23. febrúar – 5. mars

Svartir Sunnudagar yfir hátíðarnar

Opnunartímar yfir jól og áramót // Christmas opening hours

Jólakortamerkmiðar – sem einnig eru bíómiðar!

Jólabókaupplestur í Bíó Paradís

Leikhússýningar í hæsta gæðaflokki í Bíó Paradís!

Svartir Sunnudagar – fram að áramótum!