Um Bíó Paradís

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum.

Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada.

Bíó Paradís er samstarfsvettvangur flestra þeirra sem koma að kvikmyndamálum í landinu. Má þar nefna dreifingaraðila kvikmynda (Senu, Græna ljósið, Myndform, Samfilm); Stockfish Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, Reykjavik Shorts & Docs, Stuttmyndadaga í Reykjavík; Kvikmyndamiðstöð Íslands (sem er með skrifstofur sínar á annarri hæð hússins) og Kvikmyndaskóla Íslands. Auk þess á bíóið samstarf við ýmiskonar aðra aðila um sýningarhald og aðra kvikmyndatengda viðburði í húsinu.

Stofnaðilar sjálfseignarstofnunarinnar Heimilis kvikmyndanna ses, sem rekur Bíó Paradís, eru fagfélög kvikmyndagerðarmanna (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra), Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Stockfish og Félag kvikmyndaunnenda.

©Nanna Dís

©Nanna Dís

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri. Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna. Hrönn starfaði um árabil við kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Á þeim tíma hlaut hún m.a. Edduverðlaunin fyrir heimildamyndina Í skóm drekans. Síðar nam hún stjórnmálafræði í New York. Að námi loknu tók hún við starfi siðameistara Sendiráðs Bandarikjanna á Íslandi og sinnti því starfi þar til hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Heimilis kvikmyndanna í janúar 2012.

Ása Baldursdóttir_©NannaDís2013 (1 of 1)

@NannaDís

Ása Baldursdóttir, dagskrár- og kynningarstjóri. Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri, auk þess að sjá um kynningarmál. Ása hefur fjölbreytta náms- og starfsreynslu, þar sem hún hefur m.a. numið listræna ljósmyndun, sagnfræði, listfræði, blaða- og fréttamennsku, hagnýta menningarmiðlun ofl. Hún hefur unnið sem verkefnastjóri dagskrár hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, unnið með Mánudagsbíó Háskóla Íslands, ritstýrt og séð um aldarafmælisvef Háskóla Íslands ásamt því að ritstýra frumkvöðlavefnum snoop-around.com ásamt kollega sínum og ljósmyndara Nönnu Dís.

Það er Heimili kvikmyndanna ses sem rekur Bíó Paradís þar sem fagfélög kvikmyndagerðarmanna skipa stjórn:

Stjórnarformaður er Hilmar Sigurðsson, aðrir stjórnarmeðlimir eru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Ísold Uggadóttir, Margrét Jónasdóttir, Ingvar Þórisson og Anna Þóra Steinþórsdóttir.

Framkvæmdastjóri er Hrönn Sveinsdóttir, hronn@bioparadis.is

Dagskrárstjóri er Ása Baldursdóttir, asa@bioparadis.is

Rekstrarstjóri, sem sér m.a. um salaleigu er Ólafur Halldór Ólafsson, olidori@bioparadis.is

Í dagskrárráði eru Ása Baldursdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.

Sími í miðasölu er 412 7711, midasala@bioparadis.is

Heimili kvikmyndanna ses og Bíó Paradís eru að Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Bíó Paradís er meðlimur Europa Cinemas og CICAE frá 2012.

Í tilefni af 30 ára afmæli Bechdel prófsins tekur Bíó Paradís upp prófið, en allar kvikmyndir munu fá svokallaðan A stimpill ef hún stenst prófið.

Bechdel prófið

Sænsk kvikmyndahús hafa tekið upp Bechdel prófið sem segir til um birtingarmynd kvenna í kvikmyndum. Til þess að standast þetta próf þarf myndin að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði:

  1. Það þurfa að vera að minnsta kosti tvær (nafngreindar) konur í henni
  2. Sem tala saman
  3. Um eitthvað annað en karlmenn.

English

Bíó Paradís has now taken up the A- rated system or the Bechdel test.

The rules now known as the Bechdel test first appeared in a 1985 in Alison Bechdel’s comic strip Dykes To Watch Out For. The Bechdel test or the A-rated system following requirements:

  1. The movie has to have at least two women in it,
  2. who talk to each other,
  3. about something besides a man.

Fréttir

HM í fótbolta í Bíó Paradís // World Cup matches screened all summer!

Metaðsókn á Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2018!

Bíó Paradís auglýsir eftir rekstarstjóra frá og með 1. júní nk.