Kvöldstund með Dag Johan Haugerud leikstjóra Sex fimmtudagskvöldið 8. október kl 19:30!
Sexí tilboð á barnum, drykkir leyfðir inn í sal og hugguleg kvöldstund með Dag Johan. Allt sem þú vilt vita um kynlíf, kynvitund, ást og hliðarspor eða óvænt kynlíf á vinnutíma!Kvöldstundinni stjórna Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís og Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradís.
Facebook viðburður – Kvöldstund með …
Um myndina:
Látlaust samtal tveggja sótara tekur óvænta stefnu þegar annar þeirra játar að hafa átt kynmök við ókunnugan karlmann, á vinnutíma. Sá hinn sami fer beint heim eftir vinnu og tilkynnir eiginkonu sinni um atvikið sem bregst vægast sagt illa við.
Þetta er fyrsta myndin í hörkuþríleik úr smiðju Dag Johan Haugerud, sem var frumsýnd á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2024.
Myndin er opnunarmynd sýninga á til efndum kvikmynd um till Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.
Myndin fer í almennar sýningar að Norrænni kvikmynd veislu lokinni.
Um Dag Johan:
Dag Johan Haugerud hefur skapað sér nafn sem einn áhrifamesti handritshöfundur og leikstjóri Noregs, auk þess að fást við skáldsagnaritun.
Mynd hans Som du ser meg (2012) hlaut hin norsku Amöndu-verðlaun fyrir bestu kvikmynd, leikstjórn, handrit og leikkonu í aukahlutverki. Myndin fékk einnig verðlaun kvikmyndagagnrýnenda í Noregi og var framlag Noregs til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Myndin Barn (2019) var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, vann til Dragon-verðlauna fyrir bestu myndina og besta leikarann á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og hlaut níu Amöndu-verðlaun, auk verðlauna kvikmyndagagnrýnenda í Noregi og kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Skoða fleiri fréttir