Fréttir

VOD mynd vikunnar – Velkomin til Noregs!

13/06/2017

VOD mynd vikunnar er hinn bráðskemmtilega Velkomin til Noregs sem nú er aðgengileg á VOD leigum Símans og Vodafone með íslenskum texta. 

Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. Hann fær hugmynd sem gæti bjargað fjölskyldunni fjárhagslega: hann ákveður að breyta hótelinu í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni hans í garð útlendinga.

Hans bíða flóknar áskoranir þegar fimmtíu manns mæta í subbulega aðstöðu á hótelinu þar sem einn ákafur afrískur maður, yfirmaður Útlendingastofnunar í Noregi, þunglynd eiginkona og unglingsdóttir þeirra, setja strik í reikninginn.

Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Gautaborgarkvikmyndahátíðinni árið 2016 en um er að ræða bráðfyndna og raunsama gamanmynd um málefni sem snerta alla heimsbyggðina um þessar mundir.

Skoða fleiri fréttir