Viðhafnarsýning á gamanmyndinni STELLA Í ORLOFI verður laugardagskvöldið 16. september í Bíó Paradís kl 19:00! Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu.
Ekki missa af frábærri sýningu á hinni ástsælu gamanmynd með þeim Eddu Björgvinsdóttur, Gesti Jónassyni, Þórhalli Sigurðssyni (Laddi) í aðalhlutverkum, í leikstjórn Þórhildar Þórleifsdóttur eftir handriti Guðnýju Halldórsdóttur.
Miðaverð er 2.000 kr! Miðasala er hafin sjá hér:
Húllumhæið hefst kl 19:00 – tilboð á barnum og tónlist á fóninum en myndin hefst á slaginu kl 20:00.
Skoða fleiri fréttir