Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs. Þau voru fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.
Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum og mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndar myndir og bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu að því tilefni dagana 7. – 13. september.
Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, og eru þær allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd. Kynntu þér dagskrána hér: