Bíó Paradís kynnir: áframhaldandi samstarf við Breska Þjóðleikhúsið!
Billie Piper (Penny Dreadful, Great Britain) á stórleik í uppsetningu Breska Þjóðleikhússins í uppfærslu á Yerma sem fjallar um unga konu sem gerir allt í örvæntingu til þess að eignast barn. Uppselt hefur verið á nær allar sýningar í London, þetta er sýning sem þú vilt ekki missa af! Allir helstu fjölmiðlar ytra gefa uppfærslunni fimm stjörnur.
Sýningar:
Laugardagur 7. október kl 15:45
Sunnudagur 8. október kl 15:45
Laugardagur 14. október kl 15:45
Sunnudagur 15. október kl 15:45
Bíó Paradís í samvinnu við Breska Þjóðleikhúsið mun sýna lifandi upptöku af hinum goðsagnakennda söngleik Follies í byrjun janúar 2018.
New York, 1971. Gleðskapur á sviði Weismann leikhússins. Á morgun mun hin goðsagnakennda bygging vera eyðilögð. Þrjátíu árum eftir síðustu sýninguna hittast Follies stúlkurnar aftur, þar sem þær fá sér nokkra drykki, syngja nokkur lög og ljúga til um örlög sín.
Sýningar:
Laugardag 6. janúar kl 20:00
Sunnudag 7. janúar kl 20:00
Laugardag 13. janúar kl 20:00
Sunnudag 14. janúar kl 20:00
Meistaraverk Tennessee Williams Köttur á heitu blikkþaki í leikstjórn Benedict Andrews fjallar um þau Brick og Maggie sem eiga fjöldamörg leyndarmál. Lygar, kynferðisleg spenna og hugmyndin um sannleikann – þrungið andrúmsloft á plantekrunum.
Sýningar:
Laugardagur 24. febrúar kl 20:00
Sunnudagur 25. febrúar kl 20:00