Fréttir

VOD mynd vikunnar: Atvikið á Nile Hilton hótelinu

03/01/2018

Arabíska vorið í skugga spillingar. Lögreglumaður rannsakar dularfullt morð á konu, sem í fyrstu er talin vændiskona, en annað kemur í ljós. Málið tengist valdstéttinni í Egyptalandi þar sem spillingin ræður ríkjum.

Magnþrungin film noir spennumynd sem þú vilt ekki missa af er nú aðgengileg á Leigu Vodafone og Sjónvarpi Símans með íslenskum texta!

Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2017 þar sem hún vann World Cinema dómnefndarverðlaunin.

Skoða fleiri fréttir