Söngur Kanemu er heimildamynd um leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Erna öðlast um leið skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands.
Erna Kanema er 18 ára og elst upp í Reykjavík ásamt yngri systur, íslenskri mömmu og pabba frá Sambíu. Erna upplifir það bæði sem kost og ókost að alast upp á mörkum tveggja menningarheima. Oftast nýtur hún þess að vera öðruvísi og fá athygli vegna þess en stundum vildi hún óska þess að falla inn í fjöldann.
Erna hefur tvisvar í barnæsku heimsótt Sambíu en þar fyrir utan er reynsla hennar af sambískri menningu að miklu leiti fengin í gegn um pabba hennar, Harry, sem hefur búið á Íslandi í 20 ár. Hún þráir að eiga sterkari tengsl við heimaland pabba síns og ættingja sína þar og henni finnst hún ekki þekkja uppruna sinn nógu vel. Erna er á kafi í tónlist, syngur í kórum og lærir söng í djassdeild FÍH. Tónlistaráhuginn leiðir hana af stað í ferð sem opnar augu hennar á tónlistarmenningu og hefðum í Sambíu þar sem margt er talsvert ólíkt því sem hún þekkir á Íslandi. Á sama tíma öðlast hún sterkari sjálfsmynd og dýpri skilning á sjálfri sér.
Frumsýnd 6. september með enskum texta.
English
Kanema’s Song is a character driven film about 18 years old Erna Kanema, who is growing up in Reykjavik with her Icelandic mother, her Zambian father and her teenage sister Audur Makaya. While growing into an adulthood, on the borderline of two cultures, Kanema sometimes feels like there is a hole in her identity.
She wishes she could have more contact with her Zambian relatives and a stronger connection to her cultural roots. Kanema´s intense involvement in music becomes her driving force on a journey which leads her to a deeper understanding of her ancestors music and of her own identity.
Premiers September 6th with English subtitles!