Því miður varð þetta síðasti leikur Íslands á HM í þetta skiptið, en strákarnir okkar áttu þrátt fyrir tapið stórkostlegan leik á móti Króatíu.
Það var alveg fullt út úr dyrum hjá okkur af Íslendingum og Íslandsvinum.
Við viljum þakka öllum sem komu bæði á leikinn í gærkvöldi og á alla hina leikina líka.
En heimsmeistarakeppnin er ekki búin hérna hjá okkur í Bíó Paradís! Við höldum áfram að fylgja eftir þessari æsispennandi keppni og sýnum ALLA úrslita leikina sem eftir eru!
Nær Úrúgvæ að slá Portúgalana út úr keppninni, eða eru Portúgalar ekki bara öruggir sigurvegarar á laugardaginn?
Munu Danir mögulega slá út Króata á sunnudaginn? Eða eru Króatar núna svo sjálfsöruggir að þeir vinna Danina?
Hver vinnur HM bikarinn í ár?
Barinn verður galopinn! Við ætlum að vera INNI – og það er bæði hægt að horfa inni í sölunum í bestu gæðum eða frammi á tjaldi.
Frítt inn og allir velkomnir!
Facebook viðburðina er að finna hér: https://www.facebook.com/events/194100427868618/
Skoða fleiri fréttir