Fréttir

The Room FANFEST með Greg Sestero viðstöddum 18.-19. janúar 2019

16/01/2019

MIÐASALA

Við blásum til heljarinnar THE ROOM aðdáendaveislu ásamt Íslandsvininum Greg Sestero, hann lék Mark í einu af aðalhlutverkunum bandarísku költ-myndarinnar The Room, en Greg mætir nú í þriðja sinn í Bíó Paradís sem sérstakur heiðursgestur aðdáendaveislunnar föstudaginn 18. og laugardaginn 19. janúar 2019.

Á föstudeginum mun Greg frumsýna nýjustu mynd sína Best F(r)iends: Volume II sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau, en þetta er beint framhald Best F(r)iends: Volume I sem einnig verður sýnd á undan til að hita upp fyrir lokakaflann í þessum einstaka kvikmyndabálk sem vinirnir Greg og Tommy hafa skapað um vinskap sem fer út af sporinu vegna græðgi, haturs og afbrýðisemi. Greg mun kynna báðar myndir fyrir sýningar ásamt því að taka þátt í spurt & svarað eftir frumsýninguna á Volume II. Á milil mynda verður stutt matarpása þar sem seldar verða pizzur fyrir hungraðar sálir.

Laugardagurinn mun alfarið snúast um The Room, þar sem við hefjum leika með Pub Quiz tilvitnunarkeppni ásamt því að blásið verður til búningakeppni og hægt verður að taka upp stuttar senur úr myndinni í galleríi Bíó Paradísar, en veitt verða verðlaun seinna um kvöldið fyrir bestu búningana og senurnar. Við sýnum heimildarmyndin A Night Inside The Room og í beinu framhaldi mun Greg vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Hápunktur kvöldsins sem allir hafa að sjálfsögðu beðið eftir verður einstök partí-þátttökusýning á The Room þar sem plastskeiðar og háfleygar setningar munu fljúga um salinn í sönnum anda myndarinnar.

DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR!

Föstudagur 18. janúar 2019:

 

Laugardagur 19. janúar 2019:

ATH! Einnig verður hægt að kaupa passa sem gildir á alla viðburðina saman fyrir 5.490 kr. 

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á STAKAR SÝNINGAR OG PASSA HÉR!

 

 

Skoða fleiri fréttir