Sendiráð Japans á Íslandi og Japan Foundation kynna Yasujiro OZU kvikmyndadaga í Bíó Paradís með sýningum á fjórum kvikmyndum eftir þennan virta japanska kvikmyndagerðamann, allar myndirnar verða sýndar með enskum texta. Kvikmyndir Ozu fjalla um fjölskyldulíf, hjónabönd, líf fólks í háskólum og á skrifstofunni. Ozu var þekktur fyrir að nýta sér „mono no aware“ við gerð kvikmynda sinna en þetta fagurfræðilega japanska hugtak lýsir hinum óblendnu tilfinningum gagnvart fegurð náttúrunnar, hverfulleika lífsins sem og sorginni sem fylgir dauðanum.
Yasujirō Ozu (小津 安二郎, 12. desember, 1903 – 12. desember, 1963), er álitinn einn af meisturum japanskrar kvikmyndagerðar og er enn afar áhrifamikill innan geirans. Ozu var ungur að árum þegar hann fékk fyrst áhuga á kvikmyndagerð og gekk til liðs við Shochiku Film Company á þriðja áratugnum sem aðstoðarkvikmyndatökumaður en fyrirtækið framleiddi meðal annars fyrstu japönsku kvikmyndina í lit. Hann leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni árið 1927 en hann átti eftir að gera 53 aðrar. Ozu gerði nokkrar stuttar grínmyndir áður en hann snéri sér að alvarlegri málefnum á fjórða áratugnum, en hann fjallaði mestmegnis um hjónabönd og fjölskyldur. Kvikmyndir Ozu voru mjög vinsælar í Japan en þær voru nær óþekktar á vesturlöndum þar til á sjöunda áratugnum. Hann er álitinn einn af bestu leikstjórum kvikmyndasögunnar í dag og leikstjórarnir Jim Jarmusch, Wim Wenders, Abbas Kiarostami, Mike Leigh, Aki Kaurismaki, Hou Hsiao-hsien, Pedro Costa og Clair Denis nefna hann sem einstakan áhrifavald á kvikmyndagerð þeirra. Meistaraverk hans, Tokyo Story sem hann gerði árið 1953, er að margra mati ein af bestu kvikmyndum sem nokkurn tíma hafa verið gerðar.
Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar nánar og tryggðu þér miða í forsölu með því að ýta HÉRNA!
The Embassy of Japan and Japan Foundation present Yasujiro Ozu Film Days at Bíó Paradís by screening 4 films by the celebrated Japanese filmmaker, all films will be screened with English subtitles. Focusing on family life, marital relationships, life at college and in the office as the subjects, Ozu’s films are infused with mono no aware, a concept of Japanese aesthetics referring to the pure, emotional response to the beauty of nature, the impermanence of life, and the sorrow of death.
Yasujirō Ozu (小津 安二郎, December 12, 1903 – December 12, 1963), an influential Japanese film director, is regarded as one of the masters of Japanese cinema. Ozu became fascinated with the cinema as a youth, and joined Shochiku Film Company, which produced the first color motion picture in Japan, as an assistant cameraman in 1923. He directed his first film in 1927, and went on to produce 53 more. Ozu made a number of short comedies, before turning to more serious themes in the 1930s. Marriage and family were among the most persistent themes in his body of work. Though Ozu’s films were very successful in Japan, they were almost unknown in the West until the 1960s. Today, he is considered one of the greatest directors in the history of cinema, with such major filmmakers as Jim Jarmusch, Wim Wenders, Abbas Kiarostami, Mike Leigh, Aki Kaurismaki, Hou Hsiao-hsien, Pedro Costa and Claire Denis citing him as a profound influence upon their work. His 1953 masterpiece, Tokyo Story, is considered by many critics to be among the best films ever made.
Check out the program details and secure your tickets in pre-sales by pressing HERE!
Skoða fleiri fréttir