Fréttir

Tilkynning vegna COVID-19 veirunnar og samkomubanns!

16/03/2020

Kæru gestir og samstarfsaðilar Bíó Paradísar og Stockfish.

Vegna samkomubanns sem yfirvöld hafa nú sett á vegna COVID-19 veirunnar, vilja stjórnendur Bíó Paradísar og Stockfish kynna breytt skipulag í húsinu meðan þetta tímabil varir.

Dagskráin verður með óbreyttu sniði en við höfum takmarkað miðasölu á einstaka sýningar við þá tölu sem tryggir það að hægt sé að hafa 2 metra á milli allra gesta.

Einnig höfum við merkt sérstaklega þau sæti í hverjum sal þar sem er best að sitja til að tryggja þessa fjarlægð.

Auðvitað kemur fólk saman í bíó, sem eru vinir og jafnvel sambýlisfólk og vill kannski sitja saman. Við biðjum gesti okkar að fylgja almennri skynsemi þegar kemur að þessu.

Við höfum merkt svæði við veitingasöluna sem fólk má standa og við biðjum alla um að reyna að forðast það að það sé ofan í hvort öðru.

Einnig viljum við beina því til fólks að versla miðana sína ef það getur á netinu.

Við bjóðum uppá spritt og góðan aðgang að handþvotti og biðjum fólk um að nýta sér það.

Flestir snertifletir í afgreiðslu, anddyri og á salernum eru þrifnir með sótthreinsandi efni hvern klukkutíma meðan opið er.

Við munum telja inn í innhleypingar á sýningar og hafa stjórn á því hversu margir eru í anddyrinu í einu.

Munum að við erum öll almannavarnir og högum okkur einsog við viljum ekki smita aðra.

Góða skemmtun og takk fyrir samvinnuna og þolinmæðina á meðan þetta ástand varir!

Skoða fleiri fréttir