Fréttir

Summer 1993 – Nýtt á VOD-inu!

23/04/2020

Einstaklega falleg og hjartnæm mynd byggð á sannri sögu sem lætur engan ósnortinn!

Spánn, sumarið 1993. Í kjölfar andláts foreldra sinna stendur hin sex ára gamla Frida skyndilega frammi fyrir fyrsta sumrinu með nýrri fósturfjölskyldu í Katalóníu. Áður en sumarið er á enda þarf stúlkan að læra að takast á við tilfinningar sínar og nýju foreldrar hennar þurfa að læra að elska hana sem sína eigin dóttur.

Summer 1993 er byggð á æskuminningum og reynslu leikstýrunnar Carla Simón, en þetta er hennar fyrsta leikstjórnarverkefni á kvikmynd í fullri lengd og hún skrifaði einnig kvikmyndahandritið. Myndin var frumsýnd á 67. kvikmyndahátíðinni í Berlín í Generations keppnisflokknum, þar sem aðaláherslan er lögð á kvikmyndir sem fjalla um og eru sagðar frá sjónarhóli barna og unglinga, en þar hlaut myndin aðalverðlaun alþjóðlegrar dómnefndar fyrir bestu myndina ásamt því að hljóta GWFF verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra. Síðan þá hefur myndin farið sigurför um heiminn og hlotið fjöldann allan af verðlaunum ásamt einróma lofi gagnrýnenda.

Hægt er að leigja SUMMER 1993 á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir