Stórkostleg og grípandi kvikmynd leikstjórans Icíar Bollaín um ævi og feril kúbanska dansarans Carlos Acosta!
Myndin byggir á sjálfsævisögu Acosta, NO WAY HOME – A CUBAN DANCER’S STORY sem fjallaði um uppvöxtinn á Kúbu, það að verða dansari, flutningnum til London og sambandi hans við föður sinn, fjölskylduna og heimalandið.
Carlos Acosta er fyrir löngu síðan orðinn lifandi goðsögn í dansheiminum og var meðal annars fyrsti svarti listamaðurinn til að dansa mörg hver af mikilvægustu og frægustu hlutverkunum í balletheiminum, þar á meðal sem Rómeó í uppfærslu Konunglega balletsins í London.
Hægt er að leigja YULI á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!
Skoða fleiri fréttir