Verk í vinnslu #2
Hvunndagshetjur
Innsýn inn í daglegt líf kvenna af erlendum uppruna með ólíkar sögur. Aðalpersónur myndarinnar eru Zineta, Ebru, Karolina og Maria Victoria. Þær eru fæddar í fjórum mjög ólíkum löndum. Allar hafa sína sögu að segja en þær eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir misrétti og fordómum hver á sinn hátt.
Leikstjóri: Magnea B. Valdimarsdóttir
Framleiðendur: María Lea Ævarsdóttir/Júlíus Kemp
Tídægra
Þegar heimurinn nam staðar vegna Kóróna veirunnar og sýningu myndar Andra Snæs og Anní Ólafsdóttur var frestað fóru þau af stað og gerðu aðra mynd, Apausalypse / Tídægru. Þau fóru um og tóku viðtöl við skáld, heimspekinga og listamenn í leit að dýpri merkingu í óvissunni, hvað þýðir það þegar heimurinn nemur staðar?
Leikstjórar & framleiðendur: Anní Ólafsdóttir & Andri Snær Magnason
Barinn
Kaffibarinn er einn af fáum hverfisbörum Reykjavíkur sem enn heldur velli. Íslensk skemmtanamenning, bókmenntir og kvikmyndir sem tengjast sögu barsins eru ræddar af öllum helstu þátttakendum, gestum og starfsmönnum barsins. 25 ára sögu Kaffibarsins er gerð skil á hispurslausan hátt og án allrar ábyrgðar þátttakenda.
Leikstjóri: Árni Sveinsson
Framleiðendur: Árni Sveinsson & Guðný Jónsdóttir
Litla Afríka
Tónlistarmenn og dansarar frá Gíneu í Vestur Afríku setjast að í Reykjavík og kenna Íslendingum að dansa afríska dansa í Kramhúsinu, menningarmiðstöð í hjarta borgarinnar. Við kynnumst lífinu þeirra á Íslandi og lífinu sem þeir fóru frá í Gíneu, þegar dansarar frá Kramhúsinu ferðast til Conakry til að æfa með dansflokki þar í borg.
Leikstjóri & framleiðandi: Hanna Björk Valsdóttir
English
Everyday Heroes
An insight into the daily lives of women of foreign origin with different stories.
Immigrants in Iceland are far from being a homogeneous group, in fact they need to be “reborn” into a new society with everything that comes with it. Learn about new cultures, sometimes very different from their own, learn a new language and create new social wealth.
Director: Magnea B. Valdimarsdóttir
Producers: María Lea Ævarsdóttir/Júlíus Kemp
Apausalypse
When the corona virus hit Iceland, filmmakers went out to capture the moment and ask artists and philosophers about the deeper meaning of the great pause, the Apausalypse in context of bigger political matters like economy and climate change. They use the empty spaces as stages to perform art while all other spaces are closed.
Directors & producers: Anní Ólafsdóttir & Andri Snær Magnason
The Bar
Kaffibarinn is one of the few neighbourhood bars of Reykjavík that is still around. We get to know the history of Icelandic nightlife, litterature, art, crime and films that are connected to the bar.
The 25 year history of the establishment is a fun ride that involves a vast ray of people and events.
Director: Árni Sveinsson
Producers: Árni Sveinsson & Guðný Jónsdóttir
Wongai! And we dance
At a small dance studio in Reykjavík drummers and dancers from Guinea, West-Africa teach Icelandic women to move to the rhythm and dance of the rich African culture they have left behind, in search of a better life in the Western world. But what is a better life? The young generation of Guineans or Africans all dream of moving to the west.
Director & producer: Hanna Björk Valsdóttir