Fréttir

Opnun – ALÞJÓÐLEG BARNAKVIKMYNDANHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2021

13/10/2021

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl 17:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir.

Við hvetjum börn á öllum aldri til þess að mæta í búningum og við minnum á að þema hátíðarinnar í ár er HREKKJAVAKA! Léttar veitingar verða í boði. Nauðsynlegt verður að skrá sig og hér er skráningar hlekkur

Dagskrá: Kl 17:00 HREKKJAVÖKUNORNIN i tekur á móti gestum með skemmtilegri og ævintýralegri uppákomu!

17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

17:30 Opnunarmynd hátíðarinnar sýnd, Nellý Rapp – Skrímslaspæjari – hentar börnum átta ára og eldri, talsett á íslensku.

Hátíðin er haldin í áttunda sinn, en hátíðin er sú fyrsta og eina sinnar tegundar.

Skoða fleiri fréttir