Metallica mun bjóða aðdáendum sínum á hlustunarpartí í kvikmyndahúsum víðsvegar um heim – aðeins þetta eina kvöld – daginn fyrir útgáfu á nýjustu plötu sinni 72 Seasons! Einstök viðtöl við hljómsveitina þar sem þeir fara yfir öll lögin á plötunni ásamt því að við sjáum brot af tónlistarmyndböndum.
… og við minnum á Bíóbarinn sem verður galopinn og drykkir eru leyfðir inni í sal!
Ekki missa af þessum ótrúlega viðburði aðeins þetta eina kvöld, fimmtudagskvöldið 13. apríl kl.21:00 í Bíó Paradís!
Skoða fleiri fréttir