Fréttir

Bíó Paradís óskar eftir kynningarfulltrúa í 50% starf

27/08/2024

Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís ses. auglýsir lausa stöðu kynningarfulltrúa í 50% starf.

Starfslýsing: Kynningarstarf á fjölbreytti starfsemi Bíó Paradís, viðburðum, kvikmyndahátíðum, kvikmyndadögum, sérviðburðum ásamt kvikmyndum sem frumsýndar eru í Bíó Paradís í samstarfi við dagskrárstjóra bíósins og aðra í teyminu. Viðkomandi útbýr fréttatilkynningar, fylgir þeim eftir, útbýr fréttabréf, sinnir vinnu á samfélagsmiðlum og aðstoðar dagskrárstjóra við kynningarstarf Bíó Paradís.

Hæfniskröfur: Menntun og/ eða reynsla af fjölmiðla- og kynningarstörfum á sviði menningar.

Vinnutími: Eftir samkomulagi, viðvera á mánudags og fimmtudagsfundum (teymisfundum Bíó Paradís). Laun eftir samkomulagi.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Hrönn Sveinsdóttur, á hronn@bioparadis.is fyrir 2. september nk.

Skoða fleiri fréttir