Nina et le secret du hérisson (Nína og leyndarmál broddgaltarins) laugardaginn 18. janúar kl 14:30
Fjölskyldusýning á þessari fallegu teiknimynd. Eftir sýningu býður franska sendiráðið börnum upp á léttar veitingar.
Líf Nínu gjörbreytist þegar faðir hennar missir vinnuna í kjölfar fjárdráttar verkstjóra verksmiðjunnar sem hann vinnur hjá. En Nína gefst ekki upp og með aðstoð vina sinna leggur hún af stað í spennandi ævintýraferð þar sem þau uppgötva leynda fjársjóði djúpt í viðjum verksmiðjunnar. Stórbrotið ævintýri þar sem ógleymanlegar uppgvötanir leiða Nínu og vini hennar í gegn um hættuslóðir.
Með röddum Audrey Tatou og Guillaume Canet.
Myndin er sýnd með íslenskum texta sem nemendur í frönskum fræðum við Háskóla Íslands þýddu úr frönsku.
Daaaaaali – sýning, matur og vín! föstudaginn 17. janúar kl 19:00
Frumsýning á Daaaaaali! – boðið upp á smakk á frönskum matvörum og víni frá La Boutique Design.
Í þessari skrautlegu og skemmtilegu kvikmynd úr smiðju Quentin Dupieux (Deerskin, Yannick) hittir franskur blaðamaður hinn goðsagnakennda súrrealista Salvador Dalí í tengslum við heimildarmynd sem aldrei varð að veruleika.
Kvikmyndin er einstakur óður til Dalí, þar sem brjálaðar hugmyndir, sjarmerandi kaos og djúpstæð listræn innsýn fléttast saman á einstakan hátt.
Við bjóðum áhorfendum í ferðalag þar sem súrrealismi og húmor mætast í fullkomnum samhljómi.
Eftir sýninguna verður boðið upp á smakk á frönskum matvörum og víni frá La Boutique Design!