Gullsandur greinir frá alvörumálum á gamansaman hátt, þar sem loftkastalar eru reistir á gljúpum sandi.
Hermenn koma akandi niður á svarta sanda við suðurströndina og valda ólgu meðal heimafólks, sem klofnar í tvær fylkingar: þá sem vara við hernaðarbrölti stórveldanna og þá sem vilja vinsamleg samskipti við herinn. Deilt er um eyðiland þar sem miklar hamfarir urðu fyrir rúmum tveimur öldum: sjálf móðuharðindin.
Myndin vann áhorfendaverðlaunin á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck, 1985.
.