Kvikmyndafræðsla

KVIKMYNDAFRÆÐSLA FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

grand-budapest-hotel-tony-revolori-saoirse-ronanBíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins. Sýningar fyrir grunnskóla eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 og 13:00 (fyrir börn 1. – 10. bekk).

Verkefnisstjóri er Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, oddnysen@gmail.com.

 

Hér er hægt að kynna sér grunnskólasýningar í Bíó Paradís fyrir haustönn 2024.

Hér er facebooksíða grunnskólasýninganna í Bíó Paradís.

 

KVIKMYNDAFRÆÐSLA FYRIR FRAMHALDSSKÓLA 

Bíó Paradís hefur boðið uppá kennslu í kvikmyndalæsi fyrir framhaldsskólanemendur síðan 2013. Sýningarnar hafa meðal annars verið hluti af skyldunámi fjölda nemenda í fjórum framhaldsskólum og dagskráin hefur verið sett á námsáætlun þeirra. Fjöldi framhaldsskóla býður uppá kvikmyndaáfanga sem hluta af námi við skólann. Enginn þessara skóla hefur aðstöðu til að bjóða upp á kvikmyndasýningar fyrir nemendur við fullnægjandi aðstæður. Bíó Paradís undirbýr námskrá, kennsluefni og býður öllum framhaldsskólanemendum á höfuðborgarsvæðinu kennslu í kvikmyndalæsi. Þessi kennsla er stutt af menntamálaráðuneytinu.

Hér er hægt að kynna sér framhaldsskólasýningar í Bíó Paradís fyrir haustönn 2024.

Hér er facebooksíða framhaldsskólasýninganna.

KVIKMYNDALÆSISKENNSLA Í BÍÓ PARADÍS

Kvikmyndalæsi er mjög mikilvægt í nútímasamfélagi, sér í lagi á sviði lista og sköpunar. Bíó Paradís er eina menningarstofnun landsins þar sem fer fram fræðsla um kvikmyndir fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Nemendur framhaldsskóla hafa fagnað því að fá að kynnast kvikmyndum sem þeir hafa alla jafna ekki aðgang að. Þar öðlast þeir þjálfun til að greina kvikmyndir, læra um sköpunarsögu kvikmynda og tengja við samfélagsleg málefni, kynjafræði, sálarfræði, fagurfræði og stjórnmál svo eitthvað sé nefnt. Þar hitta þeir nemendur í öðrum skólum á listabraut sem þeir geta rætt við um kvikmyndir og rökstutt eigin greiningar. Þeir öðlast því dýpri skilning á kvikmyndum en ella og fá auk þess viðunandi aðstæður til að horfa á klassískar kvikmyndir, kvikmyndir frá ýmsum þjóðlöndum og kvikmyndir sem hafa vakið athygli fyrir gæði eða nýjungar í stílbrögðum.

timbuktuTilgangurinn með sýningunum er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlum frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar og eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar. Þannig eru sýndar myndir frá Bandaríkjunum, Evrópu, Norðurlöndum, Austurlöndum, Íslandi og öllum heimsins hornum. Á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmyndirnar. Leitast er við að skoða margvísleg temu eins og unglingsárin, tengsl nútíma kvikmynda við kvikmyndasöguna, úrvinnslu tilfinninga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, sjónarhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt.

Þessar skólasýningar hófust veturinn 2011-2012 í samvinnu við fræðsluyfirvöld og skóla. Þær eru í gangi í september – desember og janúar – apríl ár hvert og eru styrktar af Reykjavíkurborg.

 

219784_1723581656679_1452506587_31409460_5903443_oOddný Sen – kvikmyndafræðingur hefur víðtæka reynslu af kvikmyndafræðslu. Oddný er með BA í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, BA, MA og fyrri hluti PHD frá Parísarháskóla. Hún hefur unnið við kvikmyndir, dagskrárgerð, kvikmyndafræðslu, kennslu á háskóla- og framhaldsskólastigi, þróun kennsluefnis og uppsetningu menningarviðburða. Hér er hægt að lesa viðtal við Oddnýju Sen í Fréttablaðinu haustið 2013 þar sem hún ræðir kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís.