Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi tók í dag við Bechdel verðlaununum, fyrir hönd Wift, sem Bíó Paradís veitir í tilefni þessi að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.
WIFT á Íslandi hlýtur sérstakan verðlaunagrip af þessu tilefni, Bechdel stimpilinn úr eikarvið, þar sem samtökin hafa lagt mikið á vogarskálarnar til að benda á skökk kynjahlutföll í kvikmyndamenningu, en rétt er að benda á að með Bechdel merkingin er ekki gæðastimpill heldur tól til þess að benda á skarðan hlut kvenna í kvikmyndum.
Til þess að standast Bechdel prófið þarf myndin að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: 1) Það þurfa að vera að minnsta kosti tvær (nafngreindar) konur í henni 2) sem tala saman 3) um eitthvað annað en karlmenn
Skoða fleiri fréttir