Cowspiracy: The Sustainability Secret

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Kip Andersen, Keegan Kuhn
  • Ár: 2014
  • Lengd: 90 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 17. Janúar 2019
  • Tungumál: Enska / English

Að tilefni 50 ára afmælis frjálsu félagasamtakanna Landvernd, munu samtökin ásamt samtökum Grænkera á Íslandi, bjóða upp á FRÍA sýningu á heimildarmyndinni Cowspiracy.

Myndin fjallar um umhverfisáhrif kjötframleiðslu og hvernig umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafa ekki staðið sig í því að fjalla um umhverfisáhrif þessa iðnaðar. Þetta verður í fyrsta skipti sem náttúruverndarsamtök á Íslandi láta sig þennan málaflokk varða.

Að sýningu myndarinnar lokkinni munu Eyþór Eðvarðsson, frá París 1,5 og Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, ræða um efni myndarinnar og annað sem brennur á gestum.

Frítt inn og allir velkomnir

Cowspiracy: The Sustainability Secret er byltingarkennd heimildarmynd sem fylgir óhræddum kvikmyndagerðamanni þar sem hann flettir ofan af skaðvænlegasta iðnaði í heiminum í dag og rannsakar af hverju helstu umhverfisverndarsamtök heimsins hræðast að tala um hann. Þessi blygðunarlausa en jafnframt skemmtilega heimildarmynd afhjúpar hin gríðarlegu umhverfisáhrif sem verksmiðjubúskapur hefur á jörðina.

Dýraframleiðsla er stærsta orsök skógar- og regnskógaeyðingar, veldur mestri vatnssóun í heimi og er ábyrg fyrir meiri losun gróðurhúsalofttegunda heldur en allar samgöngur í heiminum samanlagt. Jafnframt stuðlar hún að útrýmingu dýrategunda, eyðileggingu búsvæða, jarðvegseyðingu, dauða svæða sjávar og telja mætti upp nánast hvaða umhverfisskaðvald sem er. Samt sem áður fær dýraframleiðsla að starfa áfram nánast afskiptalaus.

Aðrar myndir í sýningu