Emil er átta ára strákur sem langar að eignast hvolp. Pabbi hans gefur samþykki sitt gegn því að að Emil safni fyrir honum sjálfur – og er pabbinn næsta viss um að það takist ekki.
Þetta var þriðja leikna mynd Þorsteins Jónssonar í fullri lengd, en Punktur, punktur, komma strik var frumraun hans og þá leikstýrði hann einnig Atómstöðinni. Eftir Skýjahöllina hefur hann aðallega leikstýrt heimildamyndum á borð við Rockville.
Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin er frá 30. mars – 09. apríl 2017.