Hin fagra og leyndardómsfulla Yinniang starfar sem launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á níundu öld. Ung að aldri er hún numin á brott frá föður sínum og þjálfuð í bardagalistum til að aflífa valdamikla menn. Hún er ein sú færasta á sínu sviði en banvænir hæfileikar hennar fara að vega þungt á samvisku hennar. Togstreitan verður enn meiri þegar Yinniang er send til að ráða af dögum lávarð, sem eitt sinn var heitmaður hennar. Þar sem hún vinnur sig í átt að blóðugu markmiði sínu er hún ásótt af sýnum um hvernig líf hennar gæti hafa orðið hefði hún ekki ratað hinn einmannalega veg leigumorðingjans.
Hou Hsiao-Hsien er tævanskur leikstjóri, fæddur í Guangdong héraði í Kína en alinn upp í Tævan. Leikstjóraferill hans hófst árið 1980 og leikstýrði hann nokkrum myndum áður en hann vakti alþjóðlega athygli fyrir mynd sína THE BOYS FROM FENGKUEI árið 1983. Myndir hans hafa verið lofaðar um allann heim og hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum. LAUNMORÐINGINN er hans tuttugasta og fyrsta mynd í fullri lengd og fyrir hana fékk Hou verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
English
THE ASSASSIN takes place during the Tang dynasty in ninth century China and follows Yinniang, a beautiful and mysterious assassin. At a young age she is abducted from her father and trained in martial arts to eliminate corrupt men of authority. She is one of the most capable assassins of the era but her lethal abilities are starting to weigh heavily on her conscience. This inner conflict is heightened when Yinniang is hired to kill a powerful lord that once was betrothed to her. As she navigates towards her murderous goal she is haunted by visions of what her life could have been had she not chosen the path of violence.
HOU HSIAO-HSIEN was born in Guangdong Province, China, and was raised in Taiwan. His career in filmmaking began in 1980 and he directed several features before coming to international attention with THE BOYS FROM FENGKUEI in 1983. Hou’s film have been praised all over the world and awarded multiple prizes at international film festivals. THE ASSASSIN is his twenty-first feature and it ensured Hou the prize for Best Direction at Cannes.