Fréttir

Bíó Paradís – Heimili kvikmyndanna tilnefnd til Menningarverðlauna DV í þriðja sinn!

26/02/2016

Í umsögn dómnefndar kemur fram að „Heimili kvikmyndanna stendur svo sannarlega undir nafni. Hefur aukið breiddina í kvikmyndaúrvali hérlendis til muna undanfarin fimm ár og aldrei verið betri en nú eftir að Stockfish hátíðinni var hleypt af stokkunum. Þýskir dagar, japanskir, pólskir og rússneskir, barnasýningar og nemendafræðsla, svartir sunnudagar og íslensk klassík. Loksins fá Íslendingar að sjá það besta, og ekki bara það vinsælasta, sem sýnt er úti í heimi.“

Þetta er í þriðja sinn sem Menningarhúsið er tilnefnt en Bíó Paradís hlaut tilnefningu árið 2011 ásamt því að kvikmyndafræðsla fyrir börn í Bíó Paradís hlaut tilnefningu árið 2012. Menningarverðlaun DV 2015 verða gerð kunngjörð þann 9. mars næstkomandi.

Hér geta vinir og velunnarar kosið Bíó Paradís- Heimili Kvikmyndanna til Menningarverðlauna DV 2015. Sá sem hlýtur flest “like” vinnur lesendaverðlaun DV. Hér er hægt að kjósa!

Skoða fleiri fréttir