Fréttir

MIA MADRE frumsýnd í bíó og VOD samtímis!

05/04/2016

Bíó Paradís gefur ítölsku verðlaunamyndina MIA MADRE út samtímis í bíó og á VOD rásum Vodafone og Símans þann 8. apríl, en myndin verður sú fyrsta sem bíóið gefur út samtímis á báðum miðlum. Myndin er með íslenskum texta.

Myndin fjallar um kvenleikstýruna Margheritu sem er í miðjum tökum á mynd, þar sem hinn þekkti Ameríski leikari Barry Huggins fer með aðalhlutverkið, en sá er fyrirferðarmeiri en hún bjóst við. Utan við settið á hún við ýmsar áskoranir að stríða, veika móður og dóttur með unglingaveikina, en um er að ræða ljúfsára mynd þar sem húmorinn er aldrei langt undan.

Skoða fleiri fréttir