Bíó Paradís fékk inngöngu inn í samtökin Europa Distribution snemma á árinu 2016, en samtökin voru stofnuð árið 2006. Um 140 helstu sjálfstæðu dreifingaraðilarnir í Evrópu og víðar tilheyra samtökunum en þeir eru frá 28 löndum. Aðaltilgangur samtakana er að efla rödd sjálfstæðra kvikmyndahúsa og styrkja samvinnu á milli meðlima, með hugmyndum, námskeiðum og leiðum sem hægt er að fara við kynningu og dreifingu listrænna kvikmynda.
Bíó Paradís fagnar því að vera stoltur meðlimur í Europa Distribution.
Skoða fleiri fréttir