Myndin er í leikstjórn Joachim Trier (Osló, 31. ágúst) og var sýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinní Cannes 2015. Myndin er sýnd með íslenskum texta og er frumsýnd þann 15. apríl í samstarfi við Norræna Húsið og Norræna Kvikmyndadaga sjá viðburð hér.
Miðaverð er 1400 kr, allir eru velkomnir að tryggja sér miða og njóta frírra létta veitinga að frumsýningu lokinni þann 15. apríl, í boði Norska Sendiráðsins á Íslandi.
Myndin fer í almennar sýningar frá og með 15. apríl í Bíó Paradís en hún er á ensku og sýnd með íslenskum texta.
Nánar um myndina Þremur árum eftir sviplegan dauðdaga Lauru Freed, sem var frægur stríðsljósmyndari, koma synir hennar og eftirlifandi eiginmaður saman í fyrsta skipti saman eftir nokkur ár. Leyndarmál kemur upp sem þeir feðgar þurfa að klást við sem breytir ýmsu í þeirra lífi.
Skoða fleiri fréttir