Barnakvikmyndahátíð 2025 – VIÐBURÐIR

Opnunarhátíð – Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík

laugardaginn 27. október kl 13:30 í Bíó Paradís!

 

Frítt inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig.

 

Skráningarhlekkur verður birtur fljótlega.

 

Opnunarmynd hátíðarinnar er Halló Frida, stórkostleg teiknimynd um barnæsku Fridu Kahlo.

Veröld hennar í Mexíkó glitrar af litum, lífi og óþrjótandi forvitni. Þegar hindranir og áskoranir

verða á vegi hennar, mætir hún þeim með stórkostlegu ímyndunarafli!

 

Myndin er talsett á íslensku og ætluð fyrir börn frá 6 ára aldri og fjölskyldur þeirra.

Á opnuninni blásum við til búningakeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta

Fridu Kahlo búninginn! Einnig verður boðið upp á andlitsmálningu á staðnum,

húllafjör og léttar veitingar frá Nóa Siríus og Minute Maid.

 

Dagskrá:

13:30 Húsið opnar – Andlitsmálning, léttar veitingar og skemmtiatriði!

14:00 Hátíðin formlega sett og tilkynnt um vinningshafa í búningakeppninni í anda Fridu Kahlo.

14:15 Frumsýning á Halló Frida í íslenskri talsetningu – hentar börnum 6 ára og eldri.

 

Meira

 

Stelpur Leika! Spunanámskeið með Steineyju Skúladóttur

Steiney Skúladóttir heldur spunanámskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára undir yfirskriftinni Stelpur Leika! á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem fer fram dagana 25. október – 2. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís.

Steiney Skúladóttir er spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur. Hún skrifar meðal annars sketsa og leikur í þáttunum Kanarí og hjá Improv Ísland. Steiney hefur gert sína eigin sjónvarpsþætti og verið kynnir í beinum útsendingum í sjónvarpi eins og í Söngkeppni framhaldsskólanna, Skrekk og Samfés.

Hvenær: Laugardaginn 25. október 2025 kl 15:00-17:00

Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík

Skáning er hafin hér: https://forms.gle/yz8SEKsN9AFLdoCe9

Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið.

Meira

 

Skjaldbakan: Örnámskeið í heimildamyndagerð 

Langar þig að læra að gera heimildamynd? Á þessu örnámskeiði fá krakkar að kynnast heimildamyndum og heimildamyndagerð. Námskeiðið er ætlað börnum í 5.-7. bekk og er hluti af Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem fer fram dagana 25. október – 2. nóvember í Bíó Paradís.

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Markmið verkefnisins er annars vegar að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun og hins vegar gefur verkefnið þeim færi á að tengjast börnum í öðrum landshlutum í gegnum sína sköpun.

Hvenær: Sunnudaginn 26. október 2025 kl 13:00-15:00

Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík

Skáning er hafin hér: https://forms.gle/zqzLKa7pq6wx92m17

Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið.

Meira

 

Múmínálfarnir á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík!

Bíó Paradís, í samstarfi við RÚV, sýna stop-motion teiknimyndaseríu um Múmínálfana, byggð á bókunum eftir Tove Jansson frá 1978 í nýrri stafrænni endurgerð.

Sýningin er samtals 50 mínútur og er ætluð að skemmra allri fjölskyldunni á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík! Sýnd með íslensku tali.

Sunnudaginn 26. október kl 13:30 í Bíó Paradís!

Meira

 

Skjaldbakan: Heimildamyndir eftir krakka!

Valdar heimildastuttmyndir eftir krakka úr fræðslustarfi Skjaldborgar, Skjaldbökunni sýndar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.

Sunnudaginn 26. október kl 15:30 í Bíó Paradís.

Frítt er á sýninguna og allir velkomnir!

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda sem hófst haustið 2022 með námskeiðum í heimildamyndagerð fyrir börn í 5.-7. bekk og tengdi þrjá staði á landinu, Patreksfjörð, Seyðisfjörð og Reykjavík. Markmið verkefnisins er annars vegar að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun og hins vegar gefur verkefnið þeim færi á að tengjast börnum í öðrum landshlutum í gegnum sína sköpun.

Skjaldbakan skríður um landið og býður upp á námskeið í heimildamyndagerð. Hún býður krökkum að horfa í kring um sig og skoða sitt nærumhverfi og sinn hversdagsleika í gegnum nýja linsu. Verkefnið gefur þeim tækifæri til þess að varpa sínum hugarheim á hvíta tjaldið og upplifa stoltið sem felst í því að vera höfundur verks í bíósal fullum af áhorfendum, en myndirnar eru sýndar í Bíó Paradís, Skjaldborgarbíói og Herðubreið.

Meira

 

Skýjahöllin – Fjölskyldubíó

Emil er átta ára strákur sem langar að eignast hvolp. Pabbi hans gefur samþykki sitt gegn því að að Emil safni fyrir honum sjálfur – og er pabbinn næsta viss um að það takist ekki.

Þetta var þriðja leikna mynd Þorsteins Jónssonar í fullri lengd, en Punktur, punktur, komma strik var frumraun hans og þá leikstýrði hann einnig Atómstöðinni.

Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík þriðjudaginn 28. október kl 17:00 í Bíó Paradís.

Meira

 

Einar Áskell – Lifandi talsetning!

Einar Áskell svo skemmtilegur! Á hátíðinni sýnum við Einar Áskel og Manga Leynivin, Góða nótt Einar Áskell og Var það vofa, Einar Áskell? með henni yndislegu Þórunni Lárusdóttur.

Lifandi talsetning á íslensku en sýningin tekur samtals 36 mínútur og er ætluð fyrir yngstu kynslóðina á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025!

Laugardaginn 1. nóvember kl 10:30 og 11:30 í Bíó Paradís.

Meira

 

SEXAN stuttmyndakeppni 7. bekkinga

Sexan er jafningjafræðsluverkefni sem ætlað er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna er tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna.

Á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavik verða sýndar vinningsmyndir síðustu ára ásamt fræðslu um netnotkun ungmenna, ábyrga frásögn, og umfjöllun um sjálfsvíg.

Dagskrá laugardaginn 1. nóvember kl 13:00 í Bíó Paradís:

Námskeið í kvikmyndagerð: 40 mín
Kynning hjá fyrri vinningshöfum: 15 mín
Sýning á vinningsmyndum: 33 mín

Frítt er inn á viðburðinn og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um Sexuna er að finna á https://www.112.is/sexan

Meira

Töfragarðurinn – lifandi talsetning

Þrjú börn eyða nóttinni hjá afa sínum og búa til eigin sögur til að fylla tómið eftir að hafa misst ömmu sína. Með krafti ímyndunaraflsins opnast fyrir þeim heillandi heimur ævintýra.

Myndin verður sýnd með lifandi talsetningu þar sem leikkonan Þórunn Lárusdóttir muna láta ljós sitt skína!

Stórkostleg tékknesk ‘stop-motion‘ kvikmynd sem sló í gegn á teiknamyndahátíðinni Annecy, en myndin var frumsýnd í Generation flokknum á kvikmyndahátíðinni Berlinale fyrr á árinu.

Laugardaginn 1. nóvember kl 15:00 og sunnudaginn 2. nóvember kl 11:00.

Meira

 

The Goonies – 40 ára afmælissýning

Sjóræningjakortið, illmennin, neðanjarðarhellarnir, gildrurnar, beinagrindin, skrímslið og týndi fjársjóðurinn!

The Goonies mæta á fjölskyldusýningu, laugardaginn 1. nóvember kl 15:00 á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025!

Meira

 

Nýjar raddir – íslenskar stuttmyndir

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, í samstarfi við IQ Film Festival kynna bjóða upp á stuttmyndaprógramm fyrir unglinga sunnudaginn 2. nóvember kl 13:00 í Bíó Paradís.

Sýndar verða fimm nýjar íslenskar stuttmyndir sem allar fjalla á einhvern hátt um sjálfsmynd (e. identity) og hvernig það er að vera unglingur á Íslandi.

Ókeypis inn og frítt popp og gos! 

Öll velkomin!

Sýndar verða:

Geltu (2024) eftir Sigríði Láretta Jónsdóttur

Eftir að hafa fengið hatursfull skilaboð á Snapchat frá öðrum unglingum þarf transstúlkan Blær að horfast í augu við eineltisaðila sína í skólanum og lifa með óttanum sem liggur að baki ofbeldi.

Í takt (2025) eftir Hönnu Huldu Hafþórsdóttur

Kara og Jenný hafa verið bestu vinkonur síðan í leikskóla en allt í einu er Jenný farin að hanga með öðrum krökkum í skólanum. Kara ákveður því að reyna að passa inn í hópinn en mistekst eftir niðurlægjandi atvik. Næsta dag er danskeppni sem hefur áhrif á framhaldið.

Kirsuberjatómatar (2024) eftir Rakeli Andrésdóttur

Stuttmynd um sumarið sem foreldrar mínir sendu mig í sveit til þess að týna og flokka kirsuberjatómata. Myndin fjallar um ömurlega reynslu mína og kannar hugsanir mínar um ást, líf og sjálfsmynd á þeim tíma sem unglingur.

Sætur (2023) eftir Anna Karin Lárusdóttur

Breki, 11 ára gamall er í ósætti við eldri systur sína, Bergdísi, en það eina sem hann vill er að hún veiti honum viðurkenningu. Dag einn þegar hún er ekki heima læðist Breki inn í skápinn hennar og farðar sig, sem skilur herbergið eftir í algjöru óreiðu.

Meira

The Witches – Svartir Sunnudagar heiðra Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík!

Ungur drengur lendir inn á Nornaráðstefnu. Óhugnaður, húmor og hrein kultklassík. Töfrandi, stórskemmtileg og ógleymanleg.

Svartra Sunnudaga sýning í tilefni Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík – sunnudaginn 2. nóvember kl 16:30.

Meira