Dagana 15.-18. september 2022 stendur Tékkneski Lífvísindaháskólinn í Prag (CZU) í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík (LBHI), CICERO í Ósló og Norrænu Félagin á Íslandi að Arctic Festival í fjórða sinn, að þessu sinni á Íslandi (Reykjavík og Akureyri).
AF 2022 samanstendur jafnan af vísinda- og menningarráðstefnu, kvikmyndahátíð og menningardagskrá (sýningum, tónleikum, gjörningum osfrv.).
Arctic Film Festival fer fram í Bíó Paradís frá föstudeginum 16. september til sunnudagsins 18. september.
Það mun íslenski ljósmyndarinn og leikstjórinn Ragnar Axelsson (RAX) opna með kvikmynd sinni The Last Days of the Arctic (DE/IS 2011, 90 mín.).
Úrval stuttmynda eftir 7 íslenska FAMU útskriftarnema verður sýnd sunnudaginn 18. september klukkan 11.30.
Ítarlegar upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar
Skoða fleiri fréttir