Fréttir

Bíó Paradís á VOD

11/01/2017

Bíó Paradís er með stórkostlegt úrval kvikmynda á VOD rásum Vodafone og hjá Símanum.

Ekki missa af okkur á VOD rásunum, leigðu þér Bíó Paradísar titil og tryggðu þér gæði! Allar myndirnar eru með íslenskum texta.

VOD titill vikunnar er: PARADÍS: ÁST

paradies_liebe_011

Paradís: Ást (Paradies: Liebe) er fyrsta myndin í Paradísar tríólógíu austurríska leikstjórans Ulrich Seidl. Myndin segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenýa sem kynlífsferðamaður. Í Kenýa eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni eru ýmis áleitin atriði ávörpuð sem og menningarheimarnir tveir mátaðir saman.

Myndin er ein aðsóknarmesta kvikmynd í Bíó Paradís frá upphafi!

Sjá stiklu hér 

 

Our VOD pick of the week is PARADISE: LOVE 

Watch the trailer here 

Skoða fleiri fréttir