Fréttir

Bíó Paradís auglýsir eftir rekstarstjóra frá og með 1. júní nk.

13/04/2018

Bíó Paradís auglýsir eftir rekstrarstjóra frá og með 1. júní nk.

Í boði er fjölbreytt starf sem krefst skipulagni, útsjónarsemi, þekkingu á rekstri og hæfileikum í mannlegum samskiptum. Viðkomandi verður að hafa ríka þjónustulund, en einnig búa yfir hæfileikum til að stýra starfsfólki og efla liðsanda en á sama tíma gæta aðhalds og setja gæðastaðla í vinnubrögðum. Starfið krefst einnig hugmyndaauðgi í því að fegra og bæta ásjónu hússins. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og nákvæmur, og geta valdið mörgum verkefnum og skyldum í einu. Starfshlutfallið er umsemjanlegt, en þess er krafist þó að nokkrar kvöldvaktir í viku séu unnar. Reynsla af rekstri er kostur, en ekki skilyrði.

Nánari starfslýsing

ÁBYRGÐARSVIÐ og verkefni :

Tekur við pöntunum á sölum og veitingum. Pantar vörur fyrir veitingasölu, og stýrir starfsfólki veitinga-og miðasölu. Heldur utan um lager, pantanir og birgðastöðu. Setur verklagsreglur fyrir starfsfólk og fylgir þeim eftir varðandi dagleg störf í veitingasölu, miðasölu og við þrif á Bíó Paradís. Mannar vaktir og gengur í öll störf á álagstímum eða þegar þess þarf, innan skynsamlegra marka þó. Ber ábyrgð á uppgjörum úr veitinga og miðasölu. Gerir áætlanir um að efla sölu og skilvirkni í veitinga- og miðasölu og fylgir þeim eftir. Heldur utan um viðhaldsverkefni í húsakynnum Bíó Paradísar í samráði við framkvæmdastjóra. Kemur með hugmyndir að fjölbreyttum viðburðum í Bíó Paradís og skipuleggur þá.

Umsóknir berist á hronn@bioparadis.is fyrir 1. maí nk.

Skoða fleiri fréttir