Kvikmyndasafn Íslands og BÍó Paradís taka höndum saman og færa þjóðinni íslenska kvikmyndaarfinn ásamt vel völdum erlendum perlum á stóra tjaldið í viðburðaröð undir merkinu Bíótekið.
Fyrsta sunnnudag hvers mánaðar mun klassísk íslensk kvikmynd vera sýnd í Bíó Paradís ásamt tvemur erlendum kvikmyndaverkum. Kvikmyndasafnið hefur fengið til liðs við sig kvikmyndasöfn norðurlandanna og býður til reglulegar veislu í Bíó Paradís. Boðið verður upp á viðburði svo sem spurt & svarað í samhengi við myndirnar og verða miðar á sérstöku tilboðsverði.
Fyrsta sýning Bíóteksins verður 6. febrúar!
Dagskrá Bíóteksins má nálgast hér.
Sjáumst í bíó!
Skoða fleiri fréttir