Bíó Paradís kynnir með stolti sannkölluð hryllingskvöld í Bíó Paradís í allt sumar. Hvaða mynd langar ÞIG að sjá?
CHILD´S PLAY – sýnd 13. maí kl 22:30
Fjöldamorðingi sem er á flótta undan lögreglunni ákveður að taka sér bólfestu í hinni vinalegu dúkku Chucky. Lítill strákur eignast dúkkuna, en fjöldamorðinginn treystir á hann að vernda sig. Myndin er svo sannarlega klassík hryllingsmynda frá þessum árum og er sýningin því það sem engin ætti að láta fram hjá sér fara! Facebook viðburður
THE EVIL DEAD – sýnd 27. maí kl 22:00
Fimm vinir fara á vit ævintýranna og halda inn í skóg, þar sem þau vekja upp ýmsar djöflaverur, en myndin hefur verið lofuð fyrir að vera ein besta kult klassík hryllingsmynd allra tíma. Facebook viðburður
CARRIE – sýnd 10. júní kl 22:00
Yfirnáttúrulegir hæfileikar menntaskólastúlkunnar Carrie (Sissy Spacek) hjálpa henni að klekkja á skólasystrum sínum er þær niðurlægja hana á skólaballi. Ein af bestu myndunum sem byggðar eru á sögum Stephen Kings. Hrollvekjandi (maður minnist enn tryllingslegra öskranna í Tónabíói sáluga), blóðug, svört og sykurlaus. Spacek og Piper Laurie, í hlutverki móður hennar, eru báðar framúrskarandi og voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna. Facebook viðburður
GREMLINS sýnd 24. júní kl 22:00
Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti. Facebook viðburður
SCREAM sýnd 8. júlí kl 22:00
Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að slátra hverjum manninum á fætur öðrum. Og allir eru grunaðir. .. Facebook viðburður
JAWS sýnd 22. júlí kl 22:00
Steven Spielberg sló í gegn með JAWS en handritið er byggt á metsölubók eftir Peter Benchley. Sagan gerist í baðstrandarbænum Amity þar sem hættulegur hákarl er á sveimi í sjónum…. Facebook viðburður
I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER sýnd 5. ágúst kl 22:00
“I Know What You Did Last Summer” eftir handritshöfundinn Kevin Williamson (Scream) með unglingastjörnunum Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Ryan Philippe og Freddie Prinze Jr. Við getum ekki beðið! Facebook viðburður
Skoða fleiri fréttir