Bíó Paradís er í geggjuðum jólafíling og það verður svaka hátíðarstemning fyrir bæði unga sem aldna í miðbæ Reykjavíkur fram að jólum.
Fagnaðu jólaundirbúningnum með okkur í Bíó Paradís og skelltu þér á klassískar jólamyndir á sérstökum jólasýningum fyrir fjölskyldur í 3-bíói um helgar svo ungviðið kynnist ómissandi jólanostalgíuræmum, en fyrir þá partíglöðu höldum við að sjálfsögðu okkar striki með geggjuðum kvöld jólapartísýningum þar sem barinn er opinn og stútfullur af veitingum þar sem má taka allar veigar bæði þurrar og votar með inní sal.
Við munum einnig brydda upp á nýjungum eins og PUB quiz með jólaþema föstudaginn 14. desember ásamt því að hafa opið á Þorláksmessu 23/12 fyrir alvöru miðbæjar jólafíling með glaum og gleði, nánari upplýsingar og dagskrá þessarra viðburða verða kynntir hér á síðunni síðar.
Kynnið ykkur dagskránna sem enginn vill missa af hér fyrir neðan!
Einhver albesta jólamynd allra tíma en um er að ræða fyrstu kvikmyndina um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur.
Frábær jólapartísýning föstudaginn 7. desember kl 20:00!
Myndin er sýnd með íslenskum texta.
Myndin fjallar um átta ára gamla Kevin McCallister og ævintýri hans eftir að fjölskylda hans gleymir honum einum heima þegar hún heldur til Frakklands í frí yfir jólin. Þarf Kevin litli meðal annars að glíma við tvo treggáfaða innbrotsþjófa. Ein sú allra besta jólamynd allra tíma, skylduáhorf fyrir jólin!
Ekki missa af frábærum Jólasýningum bæði fyrir yngri og eldri kynslóðina (sýnd með íslenskum texta):
Laugardaginn 8. desember kl 15:00 – Jólafjölskyldubíó!
Laugardaginn 8. desember kl 20:00 – Jólapartísýning!
Laugardaginn 15. desember kl 20:00 – Jólapartísýning!
Jólamynda Pubquiz // Christmas Movie Pub Quiz
Verðlaun í boði – FRÍTT INN! // Prizes to be won – FREE ENTRANCE!
Gátustjóri // Riddle Master: Ólafur Björn / Jólafur Fönn
Jólamyndagúrúrinn Ólafur “Jólafur” Björn stjórnar jólamyndaknæpuspurningarkeppni í Bíó Paradís 14. desember. Blástu snjóinn af jólamyndakunnáttunni og kíktu í quiz og þú gætir gengið út með bíómiða og bruggað jólasaft til að koma þér í gegnum jólastresssið (bjór sem sagt).
Að hámarki 3 í liði.
Christmas movie guru Ólafur Björn will test your festive knowledge of christmas movies december 14th at Bíó Paradís. Bring your Santa Classiest-game and you might walk out with free cinema tickets and festive bubbly brewed drinks!
Max. 3 persons in team.
Einstök jólamynd með Jim Carrey í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig Trölli stal jólunum!
Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla.
Ekki missa af frábærum Jólasýningum fyrir bæði yngri og eldri kynslóðina (sýnd með íslenskum texta):
Sunnudaginn 9. desember kl 15:00 – Jólafjölskyldubíó!
Föstudaginn 21. desember kl 20:00 – Jólapartísýning!
HOME ALONE 2: LOST IN NEW YORK er ekki síðri en fyrri myndin! Hvílík jólanostalgía!
Einu ári eftir að Kevin var skilinn eftir aleinn heima yfir jólin þar sem hann þurfti að sigra tvo einfalda innbrotsþjófa, þá er hann allt í einu staddur fyrir slysni í New York og sömu glæpamennirnir leynast ekki langt undan.
Ekki missa af frábærum Jólasýningum fyrir bæði yngri og eldri kynslóðina (sýnd með íslenskum texta):
Laugardaginn 15. desember kl 15:00 – Jólafjölskyldubíó!
Laugardaginn 15. desember kl 20:00 – Jólapartísýning!