Fréttir

Jólapartísýningar í Bíó Paradís!

10/10/2017

Ertu farinn að skipuleggja jólin? Bíó Paradís er í trylltu stuði og ætlar að bjóða upp á jólapartísýningar – sem þú vilt ekki missa af!

PLANES, TRAINS & AUTOMOBILES

Eft­ir­vænt­ing­in eft­ir þakkargjörðarhátíðin er skemmti­leg. Drama­tík­in sem fylg­ir henni er það ekki. Þetta er eitt af mörg­um frá­bær­um hlut­um við Pla­nes, Trains & Automobiles frá ár­inu 1987, gamanmynd sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í ár. 

Með aðal­hlut­verk fara Steve Mart­in og hinn sál­ugi John Can­dy. Hún fjall­ar um ferðalag Neal Page, sem Mart­in leik­ur, frá New York-borg til fjöl­skyld­unn­ar sinn­ar í Chicago. Á leiðinni kynn­ist hann sturtu­hringja­sölu­mann­in­um Del Griffith sem ger­ir hon­um lífið leitt hvað eft­ir annað. Ferðalagið er ekki áfallalaust en allt verður á endum þess virði.

Geggjuð FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING föstudaginn 24. nóvember kl 20:00 í BÍÓ PARADÍS! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

THE HOLIDAY 

Kvikmyndin er ein sú allra vinsælasta þeirra sem elska að horfa á jólamyndir fyrir jólin! The Holiday skartar þeim Cameron Diaz. Kate Winslet, Jude Law og Jack Black en myndin fjallar um tvær konur sem ákveða að skrá sig á húsaskiptisíðu yfir jólin og verða þær báðar óvænt ástfangnar á meðan dvöl þeirra stendur.

Við bjóðum upp á geggjaðar jólapartísýningar í desember en þessi mynd slær öll met! Ástin sigrar allt um jólin!

Ekki missa af truflaðri jólapartísýningu föstudagskvöldið 1. desember kl 20:00! Uppselt er á sýninguna 1. desember. 

Aukasýning fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

DIE HARD

Einhver albesta jólamynd allra tíma en um er að ræða fyrstu kvikmyndina um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur.

Die Hard var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.

Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.

Frábær jólapartísýning laugardaginn 2. desember kl 20:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta. FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR: 

HOME ALONE

Myndin fjallar um átta ára gamla Kevin McCallister og ævintýri hans eftir að fjölskylda hans gleymir honum einum heima þegar hún heldur til Frakklands í frí yfir jólin. Þarf Kevin litli meðal annars að glíma við tvo treggáfaða innbrotsþjófa. Ein sú allra besta jólamynd allra tíma, sem er skylda að horfa á fyrir jólin!

Ekki missa af geggjaðri jólapartísýningu 8. desember kl 20:00! Tryllt tilboð á barnum og drykkir leyfðir inni í sal! Myndin er sýnd með íslenskum texta. FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR: 

LOVE ACTUALLY 

Love actually, rómantísk jólamynd sem hefð hefur skapast um að horfa á í desember.

Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem þú vilt ekki missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson.

Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.

EKKI MISSA AF JÓLASÝNINGU LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐ HÉR: 

HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER’S STONE

Harry Potter er 11 ára munaðarlaus strákur sem að hefur lengi vitað að það er eitthvað óvenjulegt við hann. Hann kemst brátt að því að hann er göldróttur inni í sér og kynnist glænýjum heimi og fær einnig inngöngu í Hogwarts galdraskólann. Hann eignast vinina Ron og Hermione, en vandræðin sem þau koma sér út í virðast tengjast einhverju samsæri tengdu atburðunum sem urðu foreldrum Harry að bana…. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna.

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 18. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR: 

HARRY POTTER AND THE CHAMBER OF SECRETS 

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í…

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 25. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN

Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum.

Kvikmyndin sem byggð er á samnefndri bók skartar þeim Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint, en myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina og bestu sjónrænu brellurnar. Sýnd með íslenskum texta.

Vertu með okkur í miðjum jólaundirbúningnum á frábærri Jólapartísýningu 15. desember kl 20:00 í Bíó Paradís! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

HOW THE GRINCH STOLE CHRISTMAS

Einstök jólamynd með Jim Carrey í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig Trölli stal jólunum!

Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla.

Ekki missa af þessari frábæru jólapartísýningu laugardagskvöldið 16. desember kl 20:00! FACEBOOK VIÐBURÐUR HÉR:

 

 

Skoða fleiri fréttir