Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Á meðal gesta verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins og þá verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.
Bíó Paradís frumsýnir kvikmyndir á hátíðinni þar sem þær eru sýndar með enskum texta, en fara síðar í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta.
Nýjasta kvikmynd hins nafntogaðast kvikmyndagerðarmanns Finnlands, Aki Kaurismäki fjallar um fyrrum farandsölumaður, núverandi veitingahúsaeiganda og pókerspilara, sem vingast við hóp af flóttamönnum sem eru nýkomnir til Finnlands. The Other Side of Hope hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 17. mars.
„Ein svakalegasta kvikmyndin á Cannes 2016 var Staying Vertical, … stórkostlega skrýtin gamanmynd um … ýmislegt sem gerði það að verkum að myndin var ein umtalaðasta mynd hátíðarinnar “ Vanity Fair Kvikmynd eftir Alain Guiraudie, sem var tilnefnd til aðalverðlauna kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2016, en hann er þekktastur fyrir kvikmyndirnar King of Escape og Stranger By the Lake, en allar kvikmyndirnar verða sýndar á Stockfish- Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2017. Alain Guiraudie er heiðursgestur hátíðarinnar og verður viðstaddur sýningar á Staying Vertical. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.
Heimildakvikmynd um drápsferðamenn og mannlegt eðli úr smiðju hins þekkta Austuríska leikstjóra Ulrich Seidl. Hann er talinn vera einn sá helsti áhrifamaður heimildamyndagerðar og kvikmynda sem sækja áhrif til raunverulegrar nálgunnar listfengnar túlkunnar á fólki, aðstæðum, andrúmslofti og þeirrar listar að segja sögu í kvikmynd. Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.
Um er að ræða aðra kvikmyndina í trílógíu leikstjóranna sem fjallar á félagslega raunsæjan hátt um spillingu, stéttarskiptingu í nútíma samfélagi Búlgaríu.
„Frank Capra hittir Dardenne bræðurnar fyrir í Búlgarska dramanu Glory“ – Indiewire
„Grípandi og myrk gamanmynd sem að lokum verður að nokkurs konar harmleik“ – The Hollywood Reporter
Frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni, fer í almennar sýningar 6. mars.
auk þess að sýna hina geysivinsælu TONI ERDMANN sem er tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016. Toni Erdmann fer í almennar sýningar að Stockfish hátíð lokinni.
Kynntu þér nánari dagskrá og miðasölu hér:
Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í þriðja sinn dagana 23. febrúar – 5. mars 2017 í Bíó Paradís, en hátíðin sér dýpri rætur –Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er endurvakin undir nýju nafni. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978.
Skoða fleiri fréttir