David Bowie, Jim Henson og George Lucas leiða saman hesta sína í hinni klassísku fanstasíu Labyrinth frá árinu 1986. Labyrinth er ævintýramynd af stærri gerðinni, bæði brúðumynd og leikin. Ekki er nóg með að David Bowie leiki stórt hlutverk í myndinni heldur á hann heiðurinn af hluta tónlistarinnar. Bíó Paradís sýnir myndina laugardaginn 23. janúar klukkan 16:00. ATH: ENGINN TEXTI