Fréttir

Lords of Chaos – VOD-mynd vikunnar!

24/03/2020

Sagan af ekta norskri black-metal tónlist og alræmdustu frumkvöðlum þeirrar tónlistarstefnu: hópi ungra manna með einstaka hæfileika í kynningarmálum, kirkjubrennum og morðum – þ.e.a.s. bandið MAYHEM!

Oslo, 1987. Hinn sautján ára gamli Euronymous (Rory Culkin) er staðráðinn í að flýja friðsælan skandinavískan heimabæ sinn til að geta einbeitt sér að því að búa til “ekta norska black-metal tónlist” með hljómsveitinni sinni MAYHEM. Dead (Jack Kilmer) og Varg (Emory Cohen) slást í lið með honum, en þeir eru jafn ástríðufullir rokkhundar og Euronymous sjálfur er. Trúandi því að þeir séu á barmi nýrrar tónlistarbyltingar, verður drifkraftur hópsins enn myrkari en áður í anda black-metal hugmyndafræðinnar um útbreiðslu illsku.

Mögnuð mynd sem leikstýrt er af hinum fjölhæfa Jonas Åkerlund sem var stofnandi og upprunalegi trommari sænska black-metal bandsins Bathory, sem voru með í því að ryðja brautina fyrir þessa tónlistarstefnu, en bandið Mayhem sótti meðal annars innblástur sinn til þessara frumkvöðla.

Hægt er að leigja LORDS OF CHAOS á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir