Fréttir

Prump í Paradís – Batman & Robin

04/12/2017

Nú er komið að þessu! Steindi Jr. er næsti gestur Hugleiks Dagssonar í seríunni PRUMP Í PARADÍS! 

Prump í Paradís er mánaðalegur viðburður í Bíó Paradís. Hugleikur Dagsson sýnir bestu verstu myndir í heimi og talar um þær ásamt góðum gestum.

Prumpið að þessu sinni er stórvirkið BATMAN & ROBIN (1997) með Arnold Schwartzenegger og öðrum aðeins minna merkilegum leikurum í aðalhlutverkum. Eftir myndina munu Hulli og Steindi Jr. ræða myndina.

Facebook viðburður hér:

Skoða fleiri fréttir