Fréttir

Sjóndeildarhringur – í Bíó Paradís

07/09/2015

Sjóndeildarhringur fjallar um listmálarann Georg Guðna Hauksson, sem lést aðeins fimmtugur að aldri árið 2011. Á fyrstu einkasýningu hans í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 1985 birtist einstök sýn á íslenskt landslag í fjallamyndum hans. Sýningin markaði upphafið að ferli Georgs Guðna sem frumkvöðuls í endurreisn landslagsmálverksins. Myndin er frumsýnd 10. september og fer þann 11. september í almennar sýningar í Bíó Paradís.

Myndinni er stýrt af Friðrik Þór Friðrikssyni og Bergi Bernburg. Friðrik Þór framleiðir einnig myndina fyrir framleiðslufyrirtækið Sjóndeildarhring. Stjórn kvikmyndatöku og klipping er í höndum Bergs Bernburg og meðframleiðslufyrirtæki er hið danska ResearchGruppen.

Skoða fleiri fréttir