Í tilefni af 85 ára afmæli Blindrafélagsins verður haldin sérstök afmælissýning á Snertingu sunnudaginn 18.ágúst kl.15:00.
Myndin verður sýnd með sérstakri sjónlýsingu á íslensku, en sjónlýsing er leið til að lýsa með orðum því sem fyrir augu ber fyrir þá sem eru blindir eða sjónskertir. Fyrir þá sem vilja nýta sér sjónlýsinguna þarf að ná sér í smáforritið (app) MovieReading og hala niður sjónlýsingu fyrir myndina.
Sýningarnar eru hluti af KÓSY KINO verkefninu sem er styrkt af EEA sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu.
Kristófer, sjötugur ekkill, kominn á eftirlaun, leggur upp í ferð án fyrirheits, þegar heims-faraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans.
Project IncluCine was implemented in the framework of the COLLABORATE TO INNOVATE scheme initiated by Europa Cinemas and supported by Creative Europe – MEDIA programme.
Skoða fleiri fréttir