STOCKFISH FILM FESTIVAL VALIN EIN AF 30 BESTU HÁTÍÐUM Í HEIMI!
Stockfish Film Festival verður haldin dagana 28. febrúar – 10. mars nk. í Bíó Paradís. Á hátíðinni verða sýndar margverðlaunaðar kvikmyndir og heimildamyndir frá öllum heimshornum ásamt öðrum viðburðum. Myndirnar hafa verið sýndar á stærstu hátíðum heims eins og Cannes, Sundance og Toronto Film Festival og verða nú sýndar í Reykjavík. Á hátíðinni verður einnig í fyrsta sinn hreyfimyndahátíðin Physical Cinema Festival undir leiðsögn Helenu Jónsdóttur. Physical Cinema Festival sýnir yfir 30 listrænar stuttmyndir, vídeó innsetningar og heimildamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera á landamærum dans, myndlistar, hljóðheims og kvikmynda.
Stockfish leggur áherslu á sérvaldar verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum og glæsilega og fjölbreytta dagskrá. Á hátíðinni fá gestir mikla innsýn í gerð myndanna og tækifæri til að eiga samtal við leiksjóra eftir sýningar með Q&A. Kvikmyndafólk og allt áhugafólk um kvikmyndir nýtur góðs af Masterclass umræðum við hæfileikafólk í faginu ásamt pallborðsumræðum um gerð kvikmynda. Sprettfiskurinn er hluti af hátíðinni en sá þáttur í hátíðinni veitir ungu sem og reyndu kvikmyndagerðafólki tækifæri til að sýna stuttmyndir sínar. Verðlaunahafi Sprettfisksins hlýtur vegleg verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. frá KUKL.
Frekari upplýsingar um myndirnar og dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar á www.stockfishfestival.is eða í dagskrárbæklingnum hér fyrir neðan:
Meðfylgjandi eru umsagnir þekktra blaðamanna sem sóttu hátíðina á síðasta ári.
“Thanks to its compact format, Stockfish Festival is the ideal place for exploring films, to do some catching-up on the missed from the biggest festivals, but it is most of all an excellent networking opportunity. One of its biggest assets is the side programme which offers some pleasant surprises in form of lectures and panels on important topics related to film. The relaxed atmosphere keeps the audience glued to their seats and motivated to actively participate in talks.” -Marina Richter – Journalist, Film Critic and Press Officer
“The Stockfish Film Festival is the most truthful, coziest, warmest and coolest film festival around; one that cares not only about Film, but also the Icelandic film community in which it is deeply rooted and which it seeks to boost and protect. Every self-respected filmmaker,
programmer and critic should visit it at least once in their lifetime.” –Tara Karajica – Editor and freelance journalist
“I had a really great time at Stockfish – friendly staff, strong programming, well chosen events, great organisation, interesting guests and just an amazing chance to experience Iceland.” -David Jenkins – Editor of Little White Lies
“Stockfish was one of the most enjoyable experiences I have had at a film festival: great films, great timely panels(including an essential works in progress session), great company, an amazing vibe, all taking place in one of the most exciting and unique cities in the world.” -Steve Gravestock – TIFF (Toronto International Film Festival) Programmer
“Magical Stockfish experience, inspiring colleagues, great discussions and welcoming and generous hosts – could have stayed ten times longer! “ -Zaida Bergroth – Finnish director
Skoða fleiri fréttir