Nú fer senn að líða að því að Stockfish Film Festival verði haldin í annað sinn í Bíó Paradís, en hefst hátíðin 18. febrúar n.k. og stendur yfir til 28. febrúar. Stockfish er bransahátíð sem hefur það markmið að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Í ár er von á yfir 40 gestum á hátíðina, fjöldi verðlaunakvikmynda verða sýndar og áhugaverðir viðburðir skipulagðir. Opnunarmynd hátíðarinnar er The Diary of a Teenage Girl og verður Sara Gunnarsdóttir, teiknari, gestur hátíðarinnar. Aðrar frábærar myndir sem verða sýndar verða eru m.a. Son of Saul, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Lászlo Rajk, listrænn stjórnandi, verður viðstaddur Q&A sýningu myndarinnar. Hin margumtalaða Victoria, sem tekin er upp í einungis einu skoti verður sýnd og mun Sturla Brandth Grøvlen, kvikmyndatökumaður, vera viðstaddur Q&A sýningu myndarinnar. Rachid Bouchareb kemur með mynd sína The Road to Istanbul glóðvolga beint frá heimsfrumsýningu í Berlín.
Skoða fleiri fréttir